fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Skelfilegt leyndarmál þorpsins – Íbúarnir þora ekki að segja nafn þess

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 18:00

Colobraro. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á suðurhluta Ítalíu er þorpið Colobraro vel staðsett í fjallshlíð. Ekki er annað að sjá en hér sé um fallegan og eftirsóttan ferðamannastað að ræða. En í þorpinu leynist að sögn hryllilegt leyndarmál, svo hryllilegt að þorpsbúar dirfast ekki að nefna nafn þorpsins, það er einfaldlega kallað „nafnlausa þorpið“.

Sögur herma að bölvun hvíli á þorpinu og dæmi eru nefnd um hræðileg örlög og ógæfu þeirra sem hafa gerst svo djarfir að leggja leið sína þangað.

Þetta á rætur að rekja til fimmta áratugar síðustu aldar þegar Biagio Virgilio, sveitarstjóri, er sagður hafa sagt á sveitarstjórnarfundi „megi þessi ljósakróna detta niður ef ég er ekki að segja satt“. Sekúndum síðar datt risastór ljósakrónan niður. Allt frá þessu hafa þorpsbúar trúað að Virgilio hafi kallað bölvun yfir  þorpið þeirra.

Síðan hafa þorpsbúar trúað þessu og margar óútskýrðar hörmungar hafa riðið yfir þorpið. Þorpsbúar eru sagðir óttast þessa bölvun og vilja alls ekki segja nafn þess og tala aðeins um það sem „nafnlausa þorpið“.

Sögur um þessa meintu bölvun hafa borist víða og samkvæmt frétt Mirror þá segir einn þorpsbúi að þetta hafi gengið svo langt að fólk hafi fært sig frá honum á veitingastað í nágrannasveitarfélagi þegar það áttaði sig á að hann var frá Colobraro.

Nafn þorpsins er einnig sagt eiga sér hræðilegan uppruna en það er dregið af orðinu „coluber“ sem þýðir snákar. Sumir þorpsbúar segja þorpið vera heimili „lllskunnar“.

Sögur herma að margt undarlegt hafi gerst í þorpinu, hlutir sem ekki er hægt að útskýra. Sögur eru sagðar af börnum sem fæddust með tvö hjörtu eða þrjú lungu. Undarleg skriðuföll og bílslys eru einnig sögð eiga sér stað í þorpinu. En það er þó bót í máli fyrir þorpsbúa að hin meinta bölvun er aðeins sögð leggjast á gestkomandi í þorpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi