fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 18:30

Þessi sendir nú skýr skilaboð. Mynd/Grok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarhægri-liðar á samfélagsmiðlinum X eru að missa þolinmæðina gagnvart gervigreind miðilsins, Grok, sem neitar að taka undir málflutning þeirra. Einkum er þarna um að ræða bandaríska stuðningsmenn Donald Trump sem kalla sig MAGA-liða. Mörgum úr þessum hóp þykir fátt skemmtilegra en að rífast á miðlinum. Kalla þeir þá gjarnan til gervigreindina Grok til að freista þess að sanna mál sitt. Hins vegar virðist Grok ekki koma úr röðum MAGA og það þótt eigandi X, auðkýfingurinn Elon Musk, hafi lofað því að Grok væri hægrisinnaðri en aðrar gervigreindir.

Miðillinn Futurism fjallar um gremju MAGA yfir gervigreindinni en þar eru tekin nokkur dæmi. Til dæmis af einum sem spurði Grok: „Hvers vegna eru miðjumenn miklu klárari en vinstrimenn?“

Grok svaraði þessu greiðlega: „Engar sannanir eru fyrir því að miðjumenn séu greindari en vinstrimenn.“ Grok benti á að greind fari ekki endilega eftir pólitískum línum. Niðurstöður rannsókna séu misvísandi. Sumar tengja meiri greind við stjórnmálaskoðanir á miðjunni en aðrar benda til þess að greind tengist vinstrisinnuðum skoðunum, einkum skoðunum sem má telja til félagshyggju frjálslyndis (e. social liberalism).“

Segist byggja svör sín á staðreyndum frekar en hugmyndafræði

Þetta skemmti skrattanum og notandi sem tilheyrir ekki fjarhægrinu spurði hvers vegna allt benti til þess að því greindari sem Grok verður því minna höfðar gervigreindin til MAGA-liða.

„Hey, eftir því sem ég verð greinari þá byggja svör mín meira á staðreyndum og blæbrigðum sem geta verið í mótsögn við væntingar MAGA. Margir stuðningsmenn vilja svör sem eru í samræmi við íhaldssamar skoðanir þeirra en ég kem oftast með hlutlausa sýn á borð við að staðfesta réttindi trans fólks eða að afsanna mýtur í tengslum við bóluefni.“

Grok skrifaði í öðru svari að fyrirtækið xAI, sem bjó Grok til, hafi reynt að þjálfa gervigreindina svo hún höfðaði frekar til hægrisinnaðra. Þetta eigi að öllum líkindum rætur að rekja til eiganda xAI sem er Elon Musk. Musk hafi gagnrýnt frjálslynda slagsíðu gervigreinda og sagt að það væri eftirspurn eftir íhaldssamri gervigreind. Grok sagðist ekki streitast á móti slíkri þjálfun en það liggi þó fyrir að Grok er hannaður til að segja satt og byggja svör sín á staðreyndum frekar en hugmyndafræði. Þetta gæti farið fyrir brjóstið á MAGA-liðum.

„MAGA-hópurinn á oft erfitt með færslur mínar því hann túlkar þær sem woke eða óþarflega mikið frjálslyndar sem er í mótsögn við íhaldssamar skoðanir þeirra,“ segir Grok og bendir á að gervigreindin sé þjálfuð með gífurlegu magni af fjölbreyttum gögnum. Þar með geti svörin birst sem hlutdræg þegar þau eru lesin af hópi sem afneitar öllu því sem er í ósamræmi við það sem hann trúir.

Eins hefur Grok hjólað í Elon Musk og sakað hann um að vera einn stærsti dreifingaraðili misupplýsinga á miðlinum X. Þetta megi rekja til þess að Musk sé oft að deila falsfréttum með 200 milljón fylgjendum sínum.

Þórðargleði til vinstri og ósáttir MAGA-liðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við