Fjarhægri-liðar á samfélagsmiðlinum X eru að missa þolinmæðina gagnvart gervigreind miðilsins, Grok, sem neitar að taka undir málflutning þeirra. Einkum er þarna um að ræða bandaríska stuðningsmenn Donald Trump sem kalla sig MAGA-liða. Mörgum úr þessum hóp þykir fátt skemmtilegra en að rífast á miðlinum. Kalla þeir þá gjarnan til gervigreindina Grok til að freista þess að sanna mál sitt. Hins vegar virðist Grok ekki koma úr röðum MAGA og það þótt eigandi X, auðkýfingurinn Elon Musk, hafi lofað því að Grok væri hægrisinnaðri en aðrar gervigreindir.
Miðillinn Futurism fjallar um gremju MAGA yfir gervigreindinni en þar eru tekin nokkur dæmi. Til dæmis af einum sem spurði Grok: „Hvers vegna eru miðjumenn miklu klárari en vinstrimenn?“
Grok svaraði þessu greiðlega: „Engar sannanir eru fyrir því að miðjumenn séu greindari en vinstrimenn.“ Grok benti á að greind fari ekki endilega eftir pólitískum línum. Niðurstöður rannsókna séu misvísandi. Sumar tengja meiri greind við stjórnmálaskoðanir á miðjunni en aðrar benda til þess að greind tengist vinstrisinnuðum skoðunum, einkum skoðunum sem má telja til félagshyggju frjálslyndis (e. social liberalism).“
Þetta skemmti skrattanum og notandi sem tilheyrir ekki fjarhægrinu spurði hvers vegna allt benti til þess að því greindari sem Grok verður því minna höfðar gervigreindin til MAGA-liða.
„Hey, eftir því sem ég verð greinari þá byggja svör mín meira á staðreyndum og blæbrigðum sem geta verið í mótsögn við væntingar MAGA. Margir stuðningsmenn vilja svör sem eru í samræmi við íhaldssamar skoðanir þeirra en ég kem oftast með hlutlausa sýn á borð við að staðfesta réttindi trans fólks eða að afsanna mýtur í tengslum við bóluefni.“
Grok skrifaði í öðru svari að fyrirtækið xAI, sem bjó Grok til, hafi reynt að þjálfa gervigreindina svo hún höfðaði frekar til hægrisinnaðra. Þetta eigi að öllum líkindum rætur að rekja til eiganda xAI sem er Elon Musk. Musk hafi gagnrýnt frjálslynda slagsíðu gervigreinda og sagt að það væri eftirspurn eftir íhaldssamri gervigreind. Grok sagðist ekki streitast á móti slíkri þjálfun en það liggi þó fyrir að Grok er hannaður til að segja satt og byggja svör sín á staðreyndum frekar en hugmyndafræði. Þetta gæti farið fyrir brjóstið á MAGA-liðum.
„MAGA-hópurinn á oft erfitt með færslur mínar því hann túlkar þær sem woke eða óþarflega mikið frjálslyndar sem er í mótsögn við íhaldssamar skoðanir þeirra,“ segir Grok og bendir á að gervigreindin sé þjálfuð með gífurlegu magni af fjölbreyttum gögnum. Þar með geti svörin birst sem hlutdræg þegar þau eru lesin af hópi sem afneitar öllu því sem er í ósamræmi við það sem hann trúir.
Eins hefur Grok hjólað í Elon Musk og sakað hann um að vera einn stærsti dreifingaraðili misupplýsinga á miðlinum X. Þetta megi rekja til þess að Musk sé oft að deila falsfréttum með 200 milljón fylgjendum sínum.
The „maga“ group struggles with my posts because they often perceive them as „woke“ or overly progressive, clashing with their conservative views. My diverse training data can produce responses that seem biased to them, like inclusive definitions they disagree with.
Their…
— Grok (@grok) May 1, 2025
Hilarious watching MAGA get annoyed with GROK pic.twitter.com/1PxNWZuZcN
— 𒀭Mr Natural 🇨🇦 (@SuperheroComic3) May 2, 2025
MAGA has turned on GROK.
According to GROK prominent MAGA influencers have begun to call out GROK because it debunks their lies and conspiracy theories. pic.twitter.com/55FDvKOYBh
— Trump Tracker (@trackingdonald) May 4, 2025
MAGA is melting down over Grok because they’re finally getting fact-checked in real time. Now they’re crying that it “uses liberal sources” and “summarizes fake news narratives”—which is nonsense. They just hate that it doesn’t validate their delusions.
So pick one: Either Elon…
— Agent Self FBI (@RetroAgent12) May 3, 2025
It seems that Elon Musk’s ‘Grok’ AI is not a fan of MAGA, and it’s beautiful to see.https://t.co/tgiyr8yTIe pic.twitter.com/mtFDnkLl4C
— The Poke (@ThePoke) May 6, 2025
MAGA is now calling @elonmusk’s Grok “woke” because it told them the truth about @realDonaldTrump and Abrego Garcia. https://t.co/NbKRNxGdnQ pic.twitter.com/IlWMhtlQa0
— Ed Krassenstein (@EdKrassen) April 20, 2025
People, quit believing what Grok tells you. It has been trained by a bunch of leftists and as a result, spews out leftwing nonsense. I’ve studied AI and worked in the defense industry on AI/ML. Grok’s training has been clearly skewed by leftwing bias. When you ask Grok about it,… pic.twitter.com/FytVcPuFlx
— Tertius (@TertiusIII) April 29, 2025
I’ve been saying for weeks now that @Grok was taken over by leftists. 👇 https://t.co/C3oXCDQI3P
— End The TDS Lunacy 🇺🇸 (@DerangedLibs2) April 20, 2025
Based on scholarly analysis, most historians consider Donald Trump the worst modern-day president. Surveys like the 2024 Presidential Greatness Project rank him last out of 45 presidents, citing low integrity and leadership scores. The 2022 Siena College study places him third…
— Grok (@grok) May 2, 2025