fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wanda Barzee, sem rændi hinni 14 ára gömlu Elizabeth Smart árið 2002 ásamt eiginmanni sínum, Brian Mitchell, var handtekin á fimmtudag fyrir rof á skilorði.

Mannránsmálið er eitt það þekktasta í Bandaríkjunum en Elizabeth var numin á brott úr svefnherbergi sínu í Salt Lake City í Utah um miðja nótt þann 5. júní 2002. Brian braust þá inn í húsið og rændi henni og héldu hann og Wanda henni fanginni í um níu mánuði.

Brian nauðgaði Elizabeth ítrekað meðan á þessu stóð og neyddi hana meðal annars til að drekka áfengi og taka eiturlyf.

Umfjöllun DV um málið má lesa hér:

Sjá einnig: 14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

Wanda, sem í dag er 79 ára, var dæmd í 15 ára fangelsi vegna málsins en árið 2018 var henni sleppt úr haldi og gert að vera á skrá sem dæmdur kynferðisbrotamaður. Ýmsar kvaðir fylgja því að vera á slíkri skrá og mátti Wanda til dæmis ekki heimsækja almenningsgarða.

Í frétt People kemur fram að Wanda hafi verið handtekin eftir að lögreglan í Salt Lake City komst að því að hún hafði í tvígang heimsótt almenningsgarða í borginni. Hún hefur nú verið ákærð vegna málsins en óvíst er á þessari stundu hvaða refsingu hún fær.

Elizabeth lagðist fast gegn því á sínum tíma að Wanda fengi frelsi. Lýsti hún því til dæmis að Wanda hafi ekki gert neitt á meðan eiginmaður hennar nauðgaði henni nánast daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal