Mannránsmálið er eitt það þekktasta í Bandaríkjunum en Elizabeth var numin á brott úr svefnherbergi sínu í Salt Lake City í Utah um miðja nótt þann 5. júní 2002. Brian braust þá inn í húsið og rændi henni og héldu hann og Wanda henni fanginni í um níu mánuði.
Brian nauðgaði Elizabeth ítrekað meðan á þessu stóð og neyddi hana meðal annars til að drekka áfengi og taka eiturlyf.
Umfjöllun DV um málið má lesa hér:
Sjá einnig: 14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Wanda, sem í dag er 79 ára, var dæmd í 15 ára fangelsi vegna málsins en árið 2018 var henni sleppt úr haldi og gert að vera á skrá sem dæmdur kynferðisbrotamaður. Ýmsar kvaðir fylgja því að vera á slíkri skrá og mátti Wanda til dæmis ekki heimsækja almenningsgarða.
Í frétt People kemur fram að Wanda hafi verið handtekin eftir að lögreglan í Salt Lake City komst að því að hún hafði í tvígang heimsótt almenningsgarða í borginni. Hún hefur nú verið ákærð vegna málsins en óvíst er á þessari stundu hvaða refsingu hún fær.
Elizabeth lagðist fast gegn því á sínum tíma að Wanda fengi frelsi. Lýsti hún því til dæmis að Wanda hafi ekki gert neitt á meðan eiginmaður hennar nauðgaði henni nánast daglega.