fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Þetta áttu að gera ef þú vaknar á nóttunni og getur ekki sofnað aftur

Pressan
Laugardaginn 24. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þekkjum þetta öll – Klukkan er 3 og við vöknum og það er bara eins og svefninum hafi verið stolið frá okkur. Þú byltir þér og byltir en ekkert virkar. Ef þú lendir oft í þessu, þá er ekki úr vegi að lesa þessa grein því hér verða nokkur ráð, sem geta hjálpað þér við að sofna, veitt.

Forðastu paník – Fyrst og fremst, það er eðlilegt að vakna um miðja nótt. Svefninn kemur í lotum og líkaminn fer í gegnum marga svefnfasa og þegar svefninn er léttur, þá getur það orðið til þess að við vöknum. Í stað þess verða stressaður yfir að vera ekki sofandi, þá er betra að reyna að sætta sig við stöðuna og einbeita sér að því að finna ró.

Stattu upp ef þú getur ekki sofnað – Ef þú liggur of lengi í rúminu og berst við að sofna, þá getur það í raun gert þér erfiðara fyrir við að sofna aftur. Sérfræðingar mæla með því að fólk fari fram úr og geri eitthvað afslappandi ef það nær ekki að sofna á 15 til 20 mínútum. Lestu bók, gerðu léttar teygjuæfingar eða skrifaðu hugsanir þínar niður. Forðastu bara sterkt ljós og skjái.

Ekki nota símann – Þrátt fyrir að það geti verið freistandi að skoða samfélagsmiðla eða fréttasíður, þá er blátt ljósið frá skjánum einn stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svefntruflunum. Það hamlar framleiðslu melatóníns sem er hormónið sem hjálpar fólki að sofna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar

„Þetta er ekki hann!“ – Fjölskylda í áfalli eftir útför ástvinar