fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Pressan

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag

Pressan
Laugardaginn 24. maí 2025 16:00

Það er hollt að fara í göngutúr en það er hægt að gera ýmislegt annað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega orðið einhverskonar heilagur kaleikur hvað varðar heilbrigði að ganga 10.000 skref á dag. En þarf virkilega að leggja eitthvað aukalega á sig til að bæta eigin velferð? Hér kemur Höskuldarviðvörun – Svarið er nei og það eru góðar fréttir.

10.000 skref á dag eru ekki lyfseðilsskyld sem lækningaraðferð og uppruni þessa viðmiðs gæti komið mörgum á óvart. Það var japanskur markaðssérfræðingur, sem fæddist á sjöunda áratug síðustu aldar, sem fann upp á þessu þegar japanskt fyrirtæki bjó til „Manpo-kei“ sem er bókstaflega talað „10.000 skrefa teljari“. Þetta var gert til að notfæra sér spennuna í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó.

Árangurinn varð að þessi auðmunanlega tala fór sigurför um heiminn og nú er hún lykilatriði í snjallúrunum okkar, heilsuöppunum og meira að segja í sumum tryggingum.

Það svarar til þess að ganga 7-8 kílómetra á dag að ganga 10.000 skref. En hentar það öllum? Nei, það gerir það ekki. Það þarf að taka aldur með í reikninginn, líkamsástand, lífsstíl og meira að segja lengd fótanna.

Mjög virk manneskja á ekki í neinum vanda með að ná þessum skrefafjölda en fyrir aðra getur þetta valdið stressi og jafnvel sektarkennd.

Catherine Kabani, læknir hjá samtökum fransks göngufólks, segir að þetta sé of hátt markmið því ekki sé tekið tillit til hversu hratt fólk gengur eða hversu oft það gerir það. 5.000 skref, gengin af krafti, séu betri en 10.000 skref tekin í rólegheitum í inniskónum.

Rannsókn frá 2003, sem rúmlega 111.000 manns tóku þátt í, leiddi í ljós að jákvæð áhrif af göngu komu í ljós strax við 2.500 skref á dag. Hver 500 skref til viðbótar drógu úr líkunum á ótímabærum dauða eða allt upp í 8.800 skref, þar hætti áhrifanna að gæta.

Önnur rannsókn leiddi í ljós að 4.000 skref, að lágmarki á dag, drógu mjög úr líkunum á ótímabærum dauða.

Það þarf ekki að gjörbylta lífi sínu og breyta því í maraþon til að vera holl/ur. Að sögn sérfræðinga er meðal annars hægt að gera eftirfarandi í stað þess að ganga 10.000 skref.

Að ganga upp stigann í stað þess að taka lyftuna.

Að taka sér hlé í vinnunni til að hreyfa sig – nokkrar teygjuæfingar eða stuttur göngutúr.

Taka þátt í dansi, vatnsleikfimi eða tai chi einu sinni í viku.

Að gera sjálfum sér og meltingarkerfinu stóran greiða með að fara í göngutúr á kvöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“