Kona í Chelyabinsk-héraðinu í Rússlandi hefur verið handtekin, grunuð um að ráða kunningja sinn til að myrða 12 ára dóttur hennar. Metro greinir frá.
Konan sagðist vera þreytt á hegðun dóttur sinnar og stanslausum rifrildum við hana. Bað hún manninn um að drekkja dótturinni í ánni í nágrenni heimilis þeirra. Dóttirin heyrði móðurina ræða þetta í síma og varð afar skelkuð.
Maðurinn átti að fá andvirði rúmlega 1,2 milljóna íslenskra króna fyrir voðaverkið. Hann róaði hins vegar stúlkuna er þau gengu frá heimilli hennar og sagðist ekki myndi vinna henni mein og hann myndi gæta hennar. Hann faldi stúlkuna heima hjá sér og hafði samband við lögregluna.
Konan var handtekin en dótturinni hefur verið komið fyrir í tímabundið fóstur ásamt tveimur systkinum hennar, sem eru 17 og sex ára.
Konan á yfir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir að hvetja til morðs á barni.
Sjá nánar um málið á Metro.