fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 21:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun apríl lét keníska lögreglan til skara skríða og réðst til inngöngu í gistiheimilið Jane Guesthouse í Naivasha í Kenía. Þar voru tveir belgískir unglingar handteknir  auk eins Víetnama og eins Keníumanns.  Mennirnir eru grunaðir um smygl en ekki á fílabeini eða nashyrningahornum. Það voru pínulítil dýr, maurar, sem þeir hugðust smygla úr landi en hins vegar er fjárhagslegur ávinningur af slíku smygli mikill ef hann er mældur í kílóverði.

The Independent skýrir frá þessu og segir að mennirnir hafi játað sök og verði dómur yfir þeim kveðinn upp 7. maí.

Saksóknarar segja að verðmæti mauradrottninganna, sem mennirnir stálu frá afrískum mauraræktanda, sé sem nemur um 1,2 milljónum króna.

Reuters segir að ef maurarnir hefðu komist til Evrópu hefði söluverðmæti þeirra verið sem nemur um 130 milljónum króna.

„Þetta er eins og kókaín,“ sagði Dino martins, forstjóri Turkana Basin Institute og einn helsti skordýrasérfræðingur Kenía. „Kílóverðið á kókaíni í Kólumbíu miðað við kílóverðið í Evrópu sýnir svo mikinn ávinning og þess vegna smyglar fólk,“ sagði hann einnig.

Hinir handteknu voru með um 5.440 mauradrottningar í fórum sínum þegar þeir voru handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat