fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Pressan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 13:30

Frans páfi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir andlát Frans páfa í gærmorgun hafa ýmsir stigið fram og lýst því sem hann gerði eftir að hann settist á páfastól árið 2013.

Í umfjöllun Reuters kemur fram að ekki hafi liðið nema nokkrir klukkutímar frá innrás Ísraelsher á Gaza í október 2023 þar til Frans hafði samband við einu kaþólsku kirkjuna á Gaza þar sem hann reyndi að stappa stálinu í meðlimi kirkjunnar.

„Hann læknaði sár okkar og sagði okkur að vera sterk. Hann bað stöðugt fyrir okkur,“ segir Suheil Abu Dawoud, 19 ára meðlimur kirkjunnar, í samtali við Reuters.

„Með andláti Frans páfa þá misstum við mann sem barðist alla daga fyrir að vernda sitt fólk,“ segir George Antone.

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að símtölin til Gaza hafi fljótt orðið hluti af daglegri rútínu páfans en stundum gat það tekið langan tíma að komast í gegn. „En hann gafst aldrei upp fyrr en hann náði sambandi við okkur,“ segir séra Gabriel Romanelli.

Síðasta símtal páfans til kaþólsku kirkjunnar á Gaza barst á laugardagskvöld, rúmum sólarhring áður en hann lést. „Hann bað fyrir okkur og blessaði okkur og þakkaði okkur fyrir skuldbindingu okkar við frið á svæðinu,“ segir Romanelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna