fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Pressan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Langford er repúblikani og vill verða næsti ríkisstjóri Kaliforníu. Hann vakti gífurlega athygli í vikunni þegar hann kom með umdeilda uppástungu til að hjálpa kvenkyns innflytjendum, sem komið hafa ólöglega inn í Bandaríkin, að komast hjá brottvísun. Ummælin féllu í þættinum The Lilly Show.

„Við vitum hvar þið eruð. Ef þið giftist einum af kynsveltu körlunum okkar í Kaliforníu, þá megið þið vera hér áfram. Ef þið gerið það ekki, þá munum við senda ykkur til baka.“

Miðillinn Newsweek hafði í kjölfarið samband við Langford og bað hann að skýra þessi ummæli sín nánar. Langford sagði:

„Þetta er stefna sem mun hvetja til fjölskyldumyndunar í Kaliforníu en að ala önn fyrir heilbrigðum, stöðugum og ungum fjölskyldum er áherslumál mitt númer eitt.“

Langford segist hlynntur því að brottvísa öllum karlmönnum sem ekki hafa dvalarleyfi í Kaliforníu, en hann vill gefa konunum annað val. Þær eigi að hafa eitt ár til að finna sér bandarískan eiginmann og takist þeim það muni þær fá dvalarleyfi.

„Það eru svo margir búnir að leggja til að ég íhugi þennan möguleika. Ég legg til að við gefum þeim eitt ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Í gær

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi