fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 11:30

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Bill Gates, stofnandi Microsoft, sé einn ríkasti maður heims munu börn hans ekki erfa nema brot af auðæfum hans.

Samkvæmt lista Forbes er Gates í 13. sæti yfir ríkustu jarðarbúana. Eru eignir hans metnar á um 108 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega 14.200 milljarða króna á núverandi gengi.

Gates og fyrrverandi eiginkona hans, Melinda, eiga þrjú börn og þó þau fái aðeins brot af auðæfum föður síns ættu þau ekki að verða á flæðiskeri stödd fjárhagslega.

„Í mínu tilviki fengu börnin mín gott uppeldi og góða menntun. Þau munu fá minna en 1% af heildarauðæfum mínum því ég komst að því að ég væri ekki að gera þeim neinn greiða [með öðru],“ sagði hann í viðtali í hlaðvarpsþætti Raj Shamani á dögunum.

Bætti hann við að hann gerði enga kröfu um að eitthvert þeirra tæki við af honum hjá Microsoft.

Þrátt fyrir þetta er talið að börnin muni fá sem nemur um einum milljarði Bandaríkjadala í arf, eða um 130 milljarða króna. Börnin eru sem fyrr segir þrjú og eru þau í dag 28, 25 og 22 ára.

Gates hefur áður lýst því yfir að nánast öll auðæfi hans muni renna til góðgerðarmála, en meginhlutinn fer í gegnum sjóðinn Bill & Melinda Gates Foundation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“