fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vilja endurnefna alþjóðaflugvöllinn eftir Dolly

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur bandarísku kántrítónlistarkonunnar Dolly Parton safna nú undirskriftum og vilja biðla til yfirvalda um að nafni alþjóðaflugvallarins í Nashville verði breytt og hann nefndur eftir Dolly.

Undirskriftasöfnunin hófst í janúar og hafa tæp 50 þúsund skrifað undir.

Dolly fæddist árið 1946 í Pittman Center, litlum bæ í Austur-Tennessee, og flutti 18 ára gömul til Nashville til að láta draum sinn um tónlistarferil rætast. Hún hefur alla tíð haldið sterkt í rætur sínar í Tennessee og gefið til baka til samfélagsins.

„Sem stoltir borgarar Tennessee, erum við knúin áfram af rótgróinni aðdáun okkar á þjóðargersemi og Tennessee goðsögninni, Dolly Parton,“ segir á vef undrirskriftasöfnunarinnar. „Hún er ekki aðeins frægur listamaður sem hvetur til ástar, viðurkenningar og velvildar með tónlist sinni, heldur líka mannvinur, þekkt fyrir ótal framlög sín til samfélagsins.“

Dolly við Dollywood árið 1993. Mynd: Getty.

Dollywood, skemmtigarður Dolly sem opnaði árið 1986 er stærsti vinnuveitandinn á svæðinu og veitir um 4.000 manns störf. Síðan 1995 hefur Parton rekið Imagination Library samtökin. Samtökin eru í samstarfi við staðbundna hópa til að veita börnum um allan heim ókeypis bækur.

Hún hefur einnig gefið háar upphæðir í gegnum árin til málefna eins og Hjálpræðishersins, hjálparstarfs fellibylsins Helene og fleira.

„Við óskum eftir því að nafni flugvallarins verði breytt í Dolly Parton alþjóðaflugvöll til að heiðra táknmynd sem hefur gefið ríki okkar og heiminum svo mikið. Við gætum öll verið að leggja í hann frá Parton!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa