fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Hermennirnir frá Norður-Kóreu sjást ekki lengur á vígvellinum – Miklir ósigrar og mikið mannfall

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 16:30

Úkraínskir hermenn. Mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermenn frá Norður-Kóreu hafa ekki sést við hlið bandamanna sinna frá Rússlandi á vígvellinum í stríðinu gegn Úkraínu síðan um miðjan janúarmánuð.

Um ellefu þúsund norðurkóreskir hermenn eru taldir hafa verið sendir til Rússlands og þaðan til Úkraínu til að berjast í stríðinu. Fréttir af miklu mannfalli í röðum Norður-Kóreumanna vöktu talsverða athygli fyrir skemmstu og virðast Rússar eða Norður-Kóreumenn hafa dregið herliðið til baka.

Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem fylgist vel með gangi mála í norðri.

Hermennirnir voru sendir til Rússlands og Úkraínu síðla árs 2024 eftir að leiðtogar Norður-Kóreu og Rússlands, Kim Jong-un og Vladimír Pútín, handsöluðu samning um að þjóðirnar kæmu hvor annarri til aðstoðar, meðal annars á sviði hernaðarmála.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu segir að minnst 300 norðurkóreskir hermenn hafi fallið í stríðinu og 2.700 slasast, þar af margir alvarlega.

Hélt stofnunin því fram að á líkum sumra hermanna hafi fundist bréf þar sem fram kom að ætlast væri til þess að þeir myndu svipta sig lífi í stað þess að verða teknir höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“