fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Horfðu á pabba drepa mömmu

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hófust réttarhöld í Noregi yfir manni sem varð eiginkonu sinni að bana í Bergen á síðasta ári. Þrjú börn hjónanna, öll á leikskólaldri, urðu vitni að morðinu og var það elsta barnið sem hringdi í neyðarlínuna. Lýsingar í frétt norska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum eru vægast sagt sláandi. Ljóst er að morðið, sem maðurinn hefur játað, var einstaklega hrottalegt en konan var ófrísk. Líklega bíða börnin þrjú þess aldrei bætur að hafa orðið vitni að slíkum hryllingi.

Elsti sonur hjónanna hringdi í neyðarlínuna um sjö leytið að kvöldi til í febrúar á síðasta ári. Hann sagði móður sína látna og taldi á þeim tímapunkti að faðir hans væri líka látinn.

Þegar lögreglumenn komu inn á heimilið þá sátu börnin í sófa en á gólfinu lágu foreldrar þeirra og hvorugt með lífsmarki. Ljóst var að móðirin var látin en hún var stungin og skorin alls 240 sinnum með mismunandi hnífum. Börnin voru öll vitni að þessu athæfi föður síns.

Móðirin var á þrítugsaldri og var ólétt að fjórða barni hjónanna.

Börnin voru ósködduð, að minnsta kosti líkamlega. Símtal elsta sonarins við neyðarlínuna var spilað við réttarhöldin. Verjandi föðurins segir málið hryllilegt og að frekari gögn muni varpa enn skýrara ljósi á hversu mikill hryllingurinn var.

Spiluð var myndbandsupptaka í réttarhöldunum frá vettvangi glæpsins þar sem sjá mátti mikið af blóði á gólfi heimilis fjölskyldunnar.

Sagður ósakhæfur

Faðirinn er á fertugsaldri en eftir morðið reyndi hann að taka eigið líf með því að stinga sjálfan sig en það tókst að bjarga lífi hans. Verjandi hans segir að hann hafi verið metinn ósakhæfur þegar hann framdi morðið, vegna geðrænna veikinda.

Skorið verður úr um sakhæfi mannsins í réttarhöldunum en hann hefur eins og áður segir játað morðið á eiginkonu sinni og móður barnanna hans þriggja.

Börnin eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda og búa saman hjá fósturfjölskyldu.

Hjónin kynntust í flótamannabúðum í Afríku og fengu dvalarleyfi í Noregi sem flóttamenn, ásamt elsta barninu, árið 2019.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“