fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 11:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hyggst gera öllum ferðamönnum sem heimsækja landið skylt að afhenda yfirlit yfir samfélagsmiðlanotkun sína fimm ár aftur í tímann til að fá að koma inn í landið.

NBC News greinir frá þessu og vísar í auglýsingu sem birtist í lögbirtingablaði Bandaríkjanna (e. Federel Register) í gær.

Þeim sem kæmu til Bandaríkjanna yrði skylt að afhenda þessi gögn, óháð því hvort þeir koma frá ríkjum sem krefjast vegabréfsáritunar eða ekki.

Meðal ríkja þar sem íbúar þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna eru til dæmis Bretland, Þýskaland og Ísland auk fleiri landa. Þurfa þeir eingöngu að skrá ferðalag í ESTA-gagnagrunn fyrir brottför.

Bandaríska toll- og landamæraverndin hyggst einnig gera kröfu um að ferðalangar framvísi netföngum og símanúmerum sem notuð hafa verið síðustu fimm ár, sem og heimilisföngum og nöfnum nánustu fjölskyldumeðlima.

Í frétt NBC kemur fram að heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki svarað fyrirspurn miðilsins vegna málsins. Í tilkynningunni sem NBC News vísar í kemur fram að bandarískum almenningi gefist nú 60 dagar til að gera athugasemdir við tillöguna, en óljóst er á þessari stundu hvenær eða hvort þessar breytingar verði að veruleika.

Nokkur hundruð þúsund ferðamenn eru væntanlegir til Bandaríkjanna á næsta ári vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hátt í 80 milljónir ferðamanna heimsækja Bandaríkin á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?