fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 06:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar Gunnar Strömmer hefur lagt til að lögreglan þar í landi fái heimild til að búa til barnaklám með gervigreind í þeim tilgangi að hafa hendur í hári barnaníðinga.

Byggir þetta á tillögum starfshóps sem afhentar voru ráðherranum í gær en Aftonbladet greinir frá þessu.

Markmiðið með þessari aðferð væri að nýta hana meðal annars til að komast inn í hópa barnaníðinga í netheimum og koma þannig í veg fyrir fyrirhugaða misnotkun á börnum.

Strömmer segir að með því að deila barnaklámi sem búið sé til með gervigreind geti verið mögulegt að komast inn í hópa og á spjallsvæði barnaníðinga, sem séu nú í raun lokuð fyrir lögreglunni.

Tillagan mun nú fara í hefðbundið samráðsferli og ekki enn víst að hún verði að veruleika en dómsmálaráðherrann hikaði ekki við að leggja hana strax fram eftir að vinnu starfshópsins var lokið. Hann segir ljóst að kynferðisbrot gegn börnum sé mjög erfitt að rannsaka. Sjaldan séu vitni að glæpnum og börn, sérstaklega þau yngstu, eigi oft erfitt með að lýsa atburðarásinni þegar brotið sé gegn þeim og öll netsamskipti í slíkum málum fari oftast fram í gegnum nafnlausa aðganga. Brotin fari um leið oft fram á vettvangi sem lögreglan eigi erfitt með að fá aðgang að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum