fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Pressan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil veisla á samfélagsmiðlinum X um helgina þegar miðillinn hóf að birta upplýsingar um staðsetningu notenda. Á daginn kom að margir notendur sem hafa látið mikið fyrir sér fara í bandarískri stjórnmálaumræðu eru ekki Bandaríkjamenn. Þetta á bæði við um notendur sem telja sig til hægri sem og vinstri.

Breytingin á X felur í sér að nú er hægt að sjá frá hvaða svæði notandinn er að birta færslur og frá hvaða smáforritaverslun viðkomandi náði í X-appið. Eins má sjá hversu oft notendanafni viðkomandi hefur verið breytt.

Mikilvægt skref

Vörustjóri X, Nikita Bier, segir að um sé að ræða mikilvægt skref til að auka áreiðanleika miðilsins sem hefur verið sakaður um að vera uppfullur af vélmennum, eða svokölluðum bottum.

Þessar breytingar vöktu þó áhyggjur um að notendur frá löndum þar sem tjáningarfrelsi er takmarkað gætu verið í hættu, til dæmis notendur frá löndum á borð við Norður-Kóreu. Til að koma til móts við þessar áhyggjur gefst notendum nú kostur á að kjósa heldur almenna vísun til staðsetningar, svo sem vísun til þess að viðkomandi sé í Evrópu utan Evrópusambandsins, Suður-Asíu, Evrópusambandinu og svo framvegis. Að öðrum kosti er vísað til viðeigandi landa.

Reyndust vera útlendingar

Þessi breyting leiddi einnig í ljós að margir notendur sem hafa látið að því liggja að þeir séu búsettir og með kosningarétt í Bandaríkjunum eru það hreint ekki. Margir þessara notenda eru með þúsundir fylgjenda en nú hefur verið sýnt fram á að færslurnar séu í raun að birtast frá Rússlandi, Indlandi, Nígeríu, Bangladesh og áfram mætti telja.

Einn notendi kallaði sig MAGA NATION og var með tæplega 400 þúsund fylgjendur og birti fjölda færslna á degi hverjum. Þessum aðgangi er í raun haldið úti frá Austur-Evrópu.

Notandinn ULTRAMAGA 🇺🇸 TRUMP🇺🇸2028 reyndist vera frá Afríku og notandi sem kallaði sig Trump Is My President kom í raun frá Nígeríu. Dæmin eru fjölmörg og hafa valdið því að fólk spyr sig nú hvort að skautunina í bandarísku samfélagi megi að einhverju leyti rekja til erlendra afskipta af umræðunni.

Byrjunarörðugleikar áttu sér stað um helgina sem varð til þess að staðsetning notenda var tímabundið tekin úr birtingu. X útskýrði að sökum villu hefðu birst rangar upplýsingar í vissum tilvikum. Er talið að þetta eigi við um aðgang bandaríska varnarmálaráðuneytisins en um tíma stóð á X að aðgangurinn væri rekinn frá Ísrael. Eins lentu sumir notendur í því að staðsetning þeirra var röng út af nýlegum ferðalögum.

New York Post tekur fram að nokkrir notendur sem sögðust vera að birta færslur frá Gaza-ströndinni, og í vissum tilvikum samhliða að óska eftir fjárstuðningi, væru í raun staðsettir á svæðum eins og í Bretlandi, Indlandi og Pakistan.

Blaðamaðurinn Mostasem A Dalloul var sakaður um að vera í raun staðsettur í Póllandi, miðað við upplýsingarnar sem X birti. Hann svaraði þessum ásökunum með myndbandi sem sýnir stríðshrjáða borg á Gaza og spurði hvort slíkar rústir væri að finna í Póllandi. Netverjar velta því fyrir sér hvort að upplýsingar X geti byggt á því hvaðan fólk er að kaupa nettenginguna en Dalloul er að nota reikiþjónustu frá Póllandi.

Þórðargleði

Áhrifavaldur demókrataflokksins, Harry Sisson, segist hafa varað við því lengi að erlendir aðilar væru að valda usla í bandarísku samfélagi í gegnum samfélagsmiðla.

„Að sjá alla þessa MAGA-notendur afhjúpaða sem útsendara erlendra ríkja sem vilja rústa Bandaríkjunum, er uppreist æru fyrir demókrata á borð við sjálfan mig og fleiri sem hafa lengi varað við þessu.“

Vinstrisinnaði áhrifavaldurinn Micah Erfan segir þetta heimsendi öfgahægrisins á X.

„Þetta er heimsendir hægrisins í netheimum. Svo virðist sem að helmingur þeirra hafi alla tíð verið útlendingar að þykjast vera bandarískir.“

X tekur fram að staðsetningin sé ekki áreiðanleg í öllum tilvikum og beri að taka með fyrirvara. Miðillinn hefur eins ákveðið að merkja þær staðsetningar með upphrópunarmerkjum sem eru fengnar í gegnum VPN-þjónustu.

Mikil þórðargleði á sér nú stað á X þar sem notendur keppast við að afhjúpa gerviaðganga sem hafa sumir lokað síðum sínum í kjölfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída