fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Pressan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 22:00

Marta og Roman Novak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá um helgina hlutu rússnesk hjón á fertugsaldri grimmilegan dauðdaga en sundurlimuð lík þeirra fundust í eyðimörkinni í nágrenni Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Er talið að málið tengist sviksemi þeirra í viðskiptum með rafmyntir. Nú hefur málið skýrst nokkuð meira en greint er frá því að grunaðir morðingjar séu landar þeirra en þar af er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Hjónin hétu Roman og Anna Novak og voru á fertugsaldri.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að þau hafi síðast sést á lífi fyrir mánuði en þau voru að sögn göbbuð til að hitta hóp sem sagðist ætla að fjárfesta í rafmyntaviðskiptum þeirra en það mun hafa bara verið yfirvarp.

Einkabílstjóri hjónanna mun hafa ekið þeim til orlofsparadísarinnar Hatta í nágrenni Dubai. Þar fóru þau yfir í annan bíl. Skömmu síðar sendu hjónin aðilum sem þau þekktu skilaboð um að þau væru föst í fjöllunum nærri landamærunum að Óman og sárvantaði peninga.

Mögulega kom þessi sending eftir að mennirnir sem lokkuðu hjónin til sín reyndu að kúga þau með því að tæma rafrænt veski þeirra en gripu í tómt. Skömmu eftir að þessi skilaboð voru send rofnaði allt samband við hjónin en símar þeirra voru teknir og sendir í ferðalag til að villa um fyrir yfirvöldum.

Rússar

Þrír rússneskir ríkisborgarar eru nú í haldi rússneskra yfirvalda vegna gruns um að hafa staðið á bak við þetta grimmilega morð á hjónunum en tveir mannanna börðust með her landsins í Úkraínu en sá þriðji er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem rannsakaði einkum morð.

Þeir tveir fyrrnefndu heita Yury Sharypov, 46 ára og Vladimir Dalekin 45 ára en eftir þátttöku í innrásinni í Úkraínu var þeim veitt lausn frá herþjónustu. Lögreglumaðurinn fyrrverandi heitir Konstantin Shakht og er 53 ára. Hann mun einkum hafi fengist við fíkniefnasmygl eftir að hann hætti störfum í lögreglunni.

Munu hinir meitnu morðingjar hafa drepið hjónin eftir að þau áttu enga rafmynt í rafræna veskinu sínu og gátu heldur ekki greitt lausnargjald með öðrum leiðum.

Bolur eins þremenninganna fannst nærri vettvangi glæpsins. Fimm aðrir Rússar eru grunaðir um aðild að málinu en þeir eru allir undir 25 ára aldri.

Svikahrappur

Novak hjónin létu mikið á sér bera á samfélagsmiðlum og virtust lifa lúxuslífi. Þegar Roman Novak hvarf var hann hins vegar til rannsóknar vegna stórfellds þjófnaðar á rafmynt en honum hafði tekist að sannfæra auðuga kaupsýslumenn, meðal annars frá Miðausturlöndum og Kína, að hann gæti boðið þeim ábatasamar fjárfestingar en mun svo einfaldlega hafa látið rafmyntina sem þeir lögðu í púkkið hverfa.

Lét hann líta út fyrir að hann væri nánast jafnoki auðugustu kaupsýslumanna heims en ekkert nema svik og prettir virðast hafa verið þar á bak við.

Nýtti hann sér app við rafmyntabraskið sem úkraínskir forritarar höfðu þróað.

Börn hjónanna eru sögð í umsjá móðurömmu sinnar og afa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Í gær

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn