
Gesturinn umdeildi er áhrifavaldur að nafni Nick Fuentes. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal hóps hægri öfgamanna sem kalla sig Groypers. Þessi hópur telur hvítt fólk sæta ofsóknum í heiminum og að gyðingar beri ábyrgð á öllu sem miður fer í heiminum. Fuentes er þekktur fyrir að vera óheflaður í tali. Hann hefur opinberlega efast um að helförin hafi átt sér stað í seinni heimsstyrjöldinni og auk þess lýst yfir aðdáun sinni á Adolf Hitler. Fuentes segist vera í stríði gegn gyðingum sem hann vill útrýma með öllu.
Til áhangenda sinna hefur Fuentes berum orðum sagt um gyðinga: „Það þarf að útrýma þeim með öllu þegar við náum völdum“
Samtal Carlson og Fuentes beindist því óhjákvæmilega að gyðingum og þá fyrst og fremst gegn Ísrael, en það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlamaðurinn hatar Ísrael eins og pestina. Hann og Fuentes voru því skoðanabræður hvað það varðaði. Þeir gagnrýndu þó ekki bara Ísrael heldur gyðinga almennt og líka almennt þá sem styðja Ísrael og þeirra málstað.
Málefni Ísraels eru viðkvæm meðal bandarískra íhaldsmanna. Ben Shapiro er íhaldsáhrifavaldur og jafnframt gyðingur. Hann varð rjúkandi reiður eftir viðtalið og hefur birt reiðilestur á miðlum sínum þar sem hann hjólar í Carlson, kallar hann heigul og sakar um að dreifa hættulegri hugmyndafræði.
No to the groypers.
No to cowards like Tucker Carlson, who normalize their trash.
No to those who champion them.
No to demoralization.
No to bigotry and anti-meritocratic horseshit.
No to anti-Americanism.
No. pic.twitter.com/71TModtGWq— Ben Shapiro (@benshapiro) November 3, 2025
Hugveitan Heritage Foundation er mikilvæg íhaldsstofnun sem meðal annars stendur á bak við umdeildu aðgerðaráætlunina, Project 2025, sem er eins konar óskalisti öfgafullra kristinna íhaldsmanna um framtíð Bandaríkjanna. Hugveitan blandaðist inn í umræðuna um viðtalið þegar háttsettur starfsmaður birti langa færslu þar sem hann kom viðtalinu til varna með vísan til tjáningarfrelsis.
Afskipti Heritage kölluðu þá á afskipti frá kjörnum fulltrúum Repúblikanaflokksins. Öldungardeildarþingmennirnir Mitch McConnell og Ted Cruz hafa fordæmt viðtalið og Heritage fyrir að koma því til varna. Cruz sagði:
„Ef þú situr til borðs með manni, sem kallar Adolf Hitler kúl og hefur það að markmiði að sigra alla gyðinga heimsins, en segir samt ekkert þá ertu bæði heigull og hlutdeildarmaður í illskunni.“
McConnell tók fram að síðast þegar hann gáði þá þýddi tjáningarfrelsi ekki að íhaldsmönnum bæri einhver skylda til þess að dreifa skoðunum þeirra sem hata gyðinga.
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnson, segir margt það sem Fuentes hefur sagt í gegnum tíðina algjörlega yfirgengilegt. Orðræðan feli í sér gyðingahatur, kynþáttahatur, hatur í garð Bandaríkjanna og hatur í garð kristinna. Johnson sér enga ástæðu til að gefa slíkri orðræðu byr undir báða vængi. Tjáningarfrelsið hafi Fuentes vissulega en að sama bragði hafi aðrir frelsið til að ákveða að dreifa ekki orðræðu hans og hatri og magna það þannig upp.
I canceled an event with the @Heritage Foundation that was supposed to take place this week. ⁰⁰If those who support Tucker Carlson want to see a venomous coalition, they should look themselves in the mirror.
The “intellectual backbone of the conservative movement” is only as strong as the values it defends. Last I checked, “conservatives should feel no obligation” to carry water for antisemites and apologists for America-hating autocrats. But maybe I just don’t know what time it is… https://t.co/FxfhJxbZw2
— U.S. Senator Mitch McConnell (@SenMcConnell) October 31, 2025
I don’t work with antisemites. pic.twitter.com/zwzKXmboFy
— Congressman Randy Fine (@RepFine) November 3, 2025