fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Pressan
Miðvikudaginn 22. október 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur á Indlandi tók upp á því nýlega að setja sína eigin útför á svið en hann vildi ólmur vita hverjir og hversu margir myndu mæta.

Maðurinn heitir Mohan Lal og er fyrrverandi hermaður í indverska flughernum en í umfjöllun Mirror kemur fram að um eins konar samfélagslega tilraun hafi verið að ræða hjá honum.

Hin sviðsetta útför fór fram í þorpinu Konchi í Gaya héraði í norðurhluta landsins en hún fór fram að hætti hindúa. Hann lá í líkkistu en yfir hann var búið að breiða lak. Kistan var síðan borin í átt að líkbrennslu en hindúar brenna yfirleitt hina látnu.

Lal er orðinn 74 ára og því áttu líklega flestir sem þekktu til hans ekki bágt með að trúa því að hann væri látinn. Hann hefur án efa orðið ánægður með aðsóknina en nokkur hundruð manns mættu. Þegar líkfylgdin var farin að nálgast líkbrennsluna stóð Lal skyndilega upp og viðstaddir urðu skiljanlega forviða.

Lal er ágætlega þekktur á svæðinu ekki síst fyrir störf sín að góðgerðamálum. Hann segist hafa vilja sjá hversu mikla virðingu og hlýhug samborgarar hans myndu sýna honum eftir andlátið.

Viðstaddir virðast þó ekki hafa tekið illa í uppátækið. Eftirmynd af Lal var brennd og síðan var slegið upp stórri veislu fyrir allt þorpið.

Raunar var það Lal sem gaf þorpinu líkbrennsluna einkum svo þyrfti ekki að brenna hina látnu utandyra á rigningartímabilinu, sem á Indlandi stendur yfir frá júní og fram í september. Líklega hafa þorpsbúar átt erfitt með að reiðast Lal fyrir þetta uppátæki í ljósi þessarar gjafar hans og fleiri góðverka sem hann hefur unnið í þágu samfélagsins en eitthvað hefur Lal verið óöruggur með hvað samborgurum hans finnst um hann. Viðbrögð þeirra ættu hins vegar að hafa fullvissað Lal um að hann er þorpsbúum í Konchi afar kær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum