fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Pressan
Þriðjudaginn 21. október 2025 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvik átti sér stað um helgina sem setti Frakkland á hliðina. Óprúttnir aðilar brutust inn í fræga listasafnið Louvre og stálu þaðan ómetanlegum krúnudjásnum. Ránið hefur vakið gífurlega athygli enda hljómar þetta eins og sena úr spennumynd frekar en úr raunveruleikanum.

Þjófarnir voru útsmognir og höfðu greinilega undirbúið ránið vel. Þeir mættu með öflug tól og tókst að flýja með fenginn á örfáum mínútum. Þetta átti sér allt saman stað um hábjartan dag en þjófarnir mættu við safnið um klukkan 09:30, rétt eftir að safnið opnaði. Þjófarnir voru fjórir og mættu á lyftubíl sem þeir notuðu til að komast upp á svalir við deild safnsins sem kallast Galeria d’Apollon. Tveir þjófanna fóru svo inn í gegnum glugga sem þeir höfðu skorið með þungavigtarglersög. Þar hótuðu þeir öryggisvörðum sem yfirgáfu vettvanginn og brutu svo sýningarskápa sem höfðu að geyma krúnudjásnin. Að sögn lögreglu voru þjófarnir aðeins inni á safninu í fjórar mínútur. Þegar þeir höfðu náð djásnunum stukku þeir aftur út og flúðu á rafskútum, sem biðu þeirra fyrir utan, klukkan 09:38. Engan sakaði í málinu.

Málið þykir einstaklega neyðarlegt, einkum í ljósi þess hversu auðvelt þetta reyndist þjófunum þrátt fyrir að safnið væri opið. Að sögn franska menningarmálaráðuneytisins fór viðvörunarkerfi safnsins í gang en þar sem safnið var opið var það forgangsatriði hjá öryggisliðinu að koma gestum í öruggt skjól. Þjófarnir reyndu að kveikja í lyftubílnum fyrir utan safnið en öryggisvörður stöðvaði þá.

Að mati yfirvalda var ránið þaulskipulagt og þjófarnir reyndir. Þeir voru glímuklæddir og af upptökum virðast þeir öruggir og yfirvegaðir. Lögregla telur að ránið sé á vegum skipulagðra glæpasamtaka. Um 60 lögreglumenn vinna nú að rannsókn málsins en þjófanna er enn leitað.

Á þessum örfáu mínútum tókst þjófunum að ræna átta ómetanlegum djásnum, kórónum, hálsmenum, eyrnalokkum og nælum. Þessi djásn eru skreytt þúsundum demanta og annarra eðalsteina. Gripirnir eru taldir ómetanlegir, ekki bara vegna verðmætis í peningum heldur líka verðmætis þeirra fyrir menningu Frakklands. Ekki er talið líklegt að gripunum verði komið í verð eins og þeir eru. Líklegra þykir að demantarnir og eðalsteinarnir verði fjarlægðir og málmurinn bræddur. Þannig er hægt að koma þeim í verð án þess að hægt sé að rekja það til ránsins.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir ránið árás á sögu Frakklands. Krúnudjásnin voru meðal annars í eigu eiginkonu Napóleons III sem var seinasti einræðisherra Frakklands en honum var steypt af stóli árið 1870. Hann var bróðursonur og guðsonur Napóleons I.

Safnafræðingar hafa kallað ránið menningarlegt hryðjuverk. Dómsmálaráðherrann Gérald Darmanin segir að ránið hafi varpað ljósi á neyðarlegan öryggisbrest dýrmætustu menningarstofnunar Frakklands. „Frökkum finnst öllum að þeir hafi verið rændir.“

Louvre-ránið minnir um margt á ránið íGrünes Gewölbe safninu í Dresden í Þýskalandi þann 25. nóvember 2019. Þar brutust sex grímuklæddir menn inn á safnið og á nokkrum mínútum tókst þeim að komast yfir nokkra af verðmætustu og sögulegustu skartgripi heimsins. Ránið var gríðarlega vel skipulagt. Lögreglu tókst að hafa hendur í hári þjófanna en mörgum spurningum var þó ósvarað.

Sjá einnig: Milljarðaránið sem skók Þýskaland – Svona báru ræningjarnir sig að við að stela ómetanlegum skartgripum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“