fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Pressan
Sunnudaginn 12. október 2025 16:30

WASHINGTON, DC - AUGUST 25: Former Florida Attorney General Pam Bondi stands on stage in an empty Mellon Auditorium while addressing the Republican National Convention on August 25, 2020 in Washington, DC. The novel coronavirus pandemic has forced the Republican Party to move away from an in-person convention to a televised format, similar to the Democratic Party's convention a week earlier. (Photo by Chip Somodevilla/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndari náði myndum af glósum sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Pam Bondi, hafði með sér þegar hún gaf skýrslu fyrir dómsmálanefnd öldungarþings á dögunum. Glósurnar hafa vakið töluverða athygli en þar hafði ráðherrann ekki skrifað minnispunkta um sín eigin störf heldur háðsglósur sem hún gæti notað til að skjóta á þingmenn demókrata, kaldhæðin mótrök, skjáskot af færslum á samfélagsmiðlum og fleira. Þessar glósur notaði hún svo til að afvegaleiða spurningar sem henni bárust með því að drepa umræðuefninu á dreif.

Eins hafði hún skrifað í glósurnar: „Um Epstein“ til að undirbúa svör sem gætu mögulega snúið að skjölum úr máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

Það var ljósmyndari Reuters sem náði mynd af glósunum.

Einn nefndarmaður, þingmaðurinn Sheldon Whitehouse úr demókrataflokknum, spurði ráðherrann:

„Veist þú til þess að FBI-lögreglan hafi fundið þessar myndir við leit í öryggishólfi Epsteins, á heimili hans eða annars staðar. Hefur þú séð eitthvað slíkt?“

Í stað þess að svara spurningunni fór Bondi eftir glósunum sínum þar sem hún hafði punktað niður að hún ætlaði að afvegaleiða spurningar um Epstein með því að vísa til þess að Whitehouse hafi átt í viðskiptum við náinn bandamann Epsteins, Reid Hoffman, á árum áður.

„Veistu, hæstvirtur Whitehouse, að þú situr hér og kemur með dónalegar athugasemdir og reynir enn og aftur að rægja Trump forseta, hægri og vinstri, en samt er þú maðurinn sem þáðir peninga frá einum nánasta samverkamanni Epsteins, Reid Hoffman.“

Á einum tímapunkti virtist Whitehouse átta sig á því að svör ráðherrans voru undirbúin fyrir fram. Hann bað hana um að svara spurningum, sem væru skýrar og afdráttarlausar, frekar en að básúna í staðinn einhverjum Internet-punktum frá öfgahægrinu.

Mörgum netverjum fannst það ekki vera ráðherranum til framdráttar að þurfa glósur til að geta komið sér undan erfiðum spurningum og til að geta skotið á nefndarmenn. Eins hafi glósurnar hennar sýnt að hún ætlaði sér aldrei að svara fyrir mál sem heyra undir ráðuneyti hennar heldur frekar að hjóla í fólkið sem vogaði sér að spyrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frakkar brjálaðir út í Rússa eftir dráp á blaðaljósmyndara

Frakkar brjálaðir út í Rússa eftir dráp á blaðaljósmyndara