fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Pressan

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 18:30

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín eru bandamenn. Mynd: Pixabay(Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights (SOHR) fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, á dögunum. Assad flúði til Rússlands í desember í fyrra eftir að uppreisnarmenn hrifsuðu völdin í landinu.

Assad og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru bandamenn og var Assad veitt hæli í Rússlandi eftir að hann hrökklaðist frá völdum í fyrra.

Í frétt New York Post, sem vísar í gögn frá SOHR, kemur fram að Assad hafi verið fluttur á sjúkrahús þann 20. september síðastliðinn og var ástand hans metið alvarlegt. Hann var útskrifaður níu dögum síðar og mun vera við ágæta heilsu í dag.

Í frétt Post kemur fram að eitrað hafi verið fyrir honum á heimili hans skammt frá Moskvu, en Assad er sagður búa í glæsilegri villu þar sem hann nýtur verndar rússneskra öryggisvarða. Assad er sagður halda sig að mestu í villunni en fái oft á tíðum heimsóknir frá gömlum vinum og bandamönnum.

Í skýrslu SOHR kemur fram að ekki sé vitað hver bar ábyrgð á eitruninni og hvort markmiðið hafi verið að ráða einræðisherrann fyrrverandi af dögum. Þar segir þó að Assad hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild einkasjúkrahúss í úthverfi Moskvu og mun hann hafa verið í lífshættu um tíma.

„Aðeins sá sem framkvæmdi þennan gjörning veit hvort markmiðið að var að ráða Bashar al-Assad af dögum eða gera rússnesk stjórnvöld tortryggileg,” segir enn fremur.

Samkvæmt heimildum, sem vitnað er til í skýrslunni, er talið að rússnesk stjórnvöld hafi ekki átt neinn þátt í eitruninni. Í skýrslunni kemur þó fram að „hugsanlegt sé að tilgangurinn hafi verið að bendla rússnesk stjórnvöld við málið“ og að sýna fram á „að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé ekki fær um að tryggja öryggi hans.“

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra

Segja hönnunargalla í Teslu hafa valdið dauða dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómari skipaður af Ronald Reagan urðar yfir Trump í lögfræðiáliti sem allir eru að tala um

Dómari skipaður af Ronald Reagan urðar yfir Trump í lögfræðiáliti sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu