fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Pressan
Föstudaginn 5. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hitti á dögunum rússneska forsetann, Vladimír Pútín, á fundi í Peking. Vel fór á með þeim félögum, enda Rússar og Norður-Kóreumenn bandamenn á ýmsum sviðum.

Það sem gerðist eftir fundinn vakti þó mesta athygli: starfsmenn Kims tóku til við að hreinsa allt sem hann hafði snert af mikilli nákvæmni. Þeir þrifu meðal annars stólinn hans, borðið og fjarlægðu glasið sem hann drakk úr.

Reuters greinir frá þessu og vísar í myndband sem rússneski blaðamaðurinn Alexander Yunashev birti á Telegram. Þar sést hvernig tveir aðstoðarmenn Kims skrúbba bak og arma stólsins sem hann sat í, þurrka borðið og ganga þannig úr skugga um að engin ummerki væru eftir.

Sérfræðingar sem fréttastofan ræddi við segja að um sé að ræða hluta af ströngum öryggisráðstöfunum sem miða að því að koma í veg fyrir að erlendir njósnarar komist yfir viðkvæmar upplýsingar um heilsufar leiðtogans.

Japanska blaðið Nikkei hefur áður greint frá því að Kim taki eigið salerni með sér þegar hann ferðast utan landsins. Vísaði blaðið þar í heimildir frá japönskum og suðurkóreskum leyniþjónustum.

Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við Stimson-stofnunina í Bandaríkjunum, segir þessar ráðstafanir eiga rætur að rekja til valdatíma Kim Jong Il, föður Kims. Reglan sé að engin ummerki, hvorki hár né húðflögur, megi verða eftir – og jafnvel sígarettustubbar eru teknir með.

„Þetta er til að engin erlend leyniþjónusta, jafnvel vinveitt, geti komist yfir sýni og rannsakað það,“ segir Madden.

Í frétt Reuters er einnig rifjað upp að árið 2019, eftir leiðtogafund Kims með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, hafi lífverðir hans lokað af hótelherbergið í Hanoi og þrifið það hátt og lágt í marga klukkutíma. Þá var meðal annars rúmdýna sem Kim svaf á fjarlægð og skipt út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar