fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 13:30

Elon Musk/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, eigandi SpaceX, Tesla og X, segist ætla að stefna tæknirisanum Apple fyrir að hafa ekki sett samskiptaforrit hans X og gervigreindarforritið Grok á lista yfir þau forrit sem Apple mælir með í App Store.

Musk greindi frá þessu í færslu á X í gærkvöldi.

„Hey @Apple App Store, hvers vegna neitið þið að setja annaðhvort X eða Grok í ‘Must Have’ hlutann þegar X er númer 1 í heiminum meðal fréttaforrita og Grok er númer 5 meðal allra forrita? Eruð þið að spila pólitík? Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita.“

Grok er í eigu gervigreindarfyrirtækis Musks, xAI.

Musk sagði Apple haga sér þannig að það sé ómögulegt fyrir neitt annað gervigreindarfyrirtæki en OpenAI til að ná fyrsta sæti í App Store. Vill Musk meina að það sé ótvírætt brot á samkeppnislögum. Boðaði hann að xAI myndi grípa til tafarlausra aðgerða.

Apple hefur ekki svarað neinu en í umfjöllun AP er þess getið að Apple hafi margoft sætt ásökunum um brot á samkeppnislögum á undanförnum árum. Til dæmis er bent á það að ESB hafi lagt tæplega 2 milljarða dala sekt á Apple fyrir að hygla eigin tónlistarstreymisþjónustu með því að banna samkeppnisaðilum eins og Spotify að segja notendum hvernig þeir gætu greitt fyrir ódýrari áskriftir utan iPhone-forrita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali