fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 06:30

Metamfetamín. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesíski sjóherinn stöðvaði á föstudaginn siglingu flutningaskips, sem siglir undir taílenskum fána, við strönd Súmötru. Um borð fundust 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni.

The Independent skýrir frá þessu og segir að einn taílenskur ríkisborgari og fjórir frá Mjanmar, hafi verið handteknir.

För skipsins var stöðvuð eftir eftirför þar sem áhöfn þess slökkti ljós þess og jók hraðann til að reyna að komast undan skipi sjóhersins. En það tókst ekki og var för skipsins stöðvuð og það fært til hafnar í herstöð í Tanjung Balai Karimun.

Verið að er að rannsaka hvaðan skipið kom og hvert för þess var heitið.

Hald var lagt á 190 tonn af metamfetamíni í Austur- og Suðaustur-Asíu árið 2023 en skipulögð glæpasamtök nýttu sér veikleika í löggæslu á svæðinu til að smygla fíkniefnum um það eftir því sem segir í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn