fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski raðmorðinginn Glen Rogers verður tekinn af lífi í Flórída í kvöld, en Rogers þessi hélt því fram á sínum tíma að hann hefði myrt Nicole Brown Simpson og Ron Goldman í einu eftirminnilegasta sakamáli bandarískrar réttarsögu.

Rogers var sakfelldur fyrir morð á tveimur konum og var þar að auki undir sterkum grun um að hafa framið þrjú morð til viðbótar. Sjálfur sagðist hann hafa myrt um 70 manns en lögregla hefur dregið þær fullyrðingar í efa.

Í heimildarmynd árið 2012, My Brother the Serial Killer, kom fram að hann hefði verið sá sem myrti Nicole og Ron árið 1994, en eins og frægt er var leikarinn og ruðningskappinn OJ Simpson ákærður fyrir morðið en síðar sýknaður.

Hélt Rogers því fram að Simpson hefði ráðið hann til að stela skartgripum af Nicole og Ron, en ránið hafi farið úrskeiðis og endað með dauða þeirra tveggja. Lögregla skoðaði málið og taldi ekkert hæft í fullyrðingum Rogers.

Allt stefnir í að Rogers verði tekinn af lífi í kvöld og mun það gerast nema eitthvað óvænt komi upp, að því er segir í frétt AP.

Hann var sakfelldur fyrir morð á Tinu Marie Cribbs, 34 ára tveggja barna móður, í Flórída árið 1995. Þau höfðu hist á bar fyrr um kvöldið. Þá var hann sakfelldur fyrir morð á Söndru Gallagher, þriggja barna móður, sem hann hitti á bar í Van Nuys í Kaliforníu en morðið framdi hann nokkrum vikum fyrir morðið á Cribbs.

Lögmenn hans hafa reynt hvað þeir geta að fá aftökunni frestað eða dómnum breytt í lífstíðarfangelsi en án árangurs. Hafa þeir meðal annars bent á að Rogers hafði mátt þola svívirðilegt kynferðislegt ofbeldi þegar hann var barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra

Stakk eiginkonu sína til bana á götu úti – Hún var á gangi með barn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“