fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Heyrir iPhone brátt sögunni til? – Yfirmaður Apple gaf það í skyn

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 03:15

iPhone-símarnir gætu horfið af sjónarsviðinu í framtíðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir geta eflaust ekki séð framtíðina fyrir sér án þess að þeir hafi iPhone símann sinn. En það getur Eddy Cue, sem er einn af yfirmönnum Apple.

Í tengslum við réttarhöld, sem snúast um samkeppnismál tengd Google leitarvélinni, sagði hann að eftir tíu ár verði fólk hugsanlega hætt að nota iPhone.

Tek.no skýrir frá þessu.

„Hversu klikkað sem það nú hljómar, þá hefur þú kannski ekki þörf fyrir iPhone eftir tíu ár,“ sagði hann og vísaði þar til að fólk verði þá hugsanlega farið að nota allt önnur tæki.

Þetta gætu til dæmis verið gervigreindargleraugu eða gervigreindaraðstoðartæki. Þau gætu gert iPhone úrelta.

„Ekta samkeppni verður til þegar tæknibylting á sér stað. Tæknibylting veitir nýja möguleika. Gervigreind er tæknibylting og skapar tækifæri fyrir nýja aðila,“ sagði Cue.

Frá því að fyrsti iPhone síminn kom á markaðinn 2007 hefur Apple selt 2,6 milljarða iPhone á heimsvísu. Síminn á stóran hlut að máli varðandi stöðu Apple í dag sem eins auðugasta fyrirtækis heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því

Hún skellti sér í sturtu og skildi börnin tvö eftir eftirlitslaus – Hefði betur sleppt því
Pressan
Í gær

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna

Afi hennar og amma tóku hana að sér og ólu upp – Svona launaði hún þeim góðmennskuna