fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Pressan

Sendi skilaboð til Trumps áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Rogers, bandarískur fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni sprautu. Dóminn hlaut hann fyrir morðið á Tinu Marie Cribbs, 34 ára tveggja barna móður, í Flórída árið 1995.

Áður en Glen var tekinn af lífi bauðst honum að segja nokkur lokaorð og valdi hann að tala til Donalds Trump Bandaríkjaforseta áður en aftakan hófst. „Trump forseti. Haltu áfram að gera Bandaríkin frábær. Ég er tilbúinn að fara,“ sagði hinn 62 ára Rogers sem var úrskurðaður látinn stuttu síðar.

Sjá einnig: Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld

Glen og Tina höfðu hist á bar að kvöldi 5. nóvember 1995 og hafði hún beðið hann um að skutla sér heim. Lík hennar fannst svo í baðkari í herbergi mótels í Tampa tveimur dögum síðar og voru á því áverkar eftir hnífstungur. Nokkrum vikum áður hafði hann myrt aðra konu, Söndru Gallagher, eftir að hann hitti hana á bar í Van Nuys í Kaliforníu.

Glen þessi hélt því fram að hann hefði myrt um 70 manns um ævina en lögregla hefur dregið þá fullyrðingu í efa.

Í ávarpi sínu áður en aftakan hófst þakkaði hann einnig eiginkonu sinni fyrir stuðninginn í gegnum árin en hún heimsótti hann á dauðadeildina í gær, nokkrum klukkustundum áður en hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust

Sat líka í sæti 11A og lifði af flugslys þar sem yfir 100 fórust
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins

Dóttir Ásu og Rex skipti um skoðun áður en heimildarþættirnir fóru í loftið – Þessu trúir hún í dag í ljósi staðreynda málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert búinn að brjóta þvottinn rangt allan tímann – Svona á að gera þetta

Þú ert búinn að brjóta þvottinn rangt allan tímann – Svona á að gera þetta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“

Nágrannaerjur enduðu með ósköpum – „Þú og fjölskylda þín hafið tvær vikur til að flytja“