fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitt og langt bað eða sturta er eitthvað sem getur fengið mann til að finnast maður vera eins og ný manneskja. En eru baðvenjur þínar óhollar? Ertu of lengi í baði í einu?

Ný rannsókn frá Dove leiddi í ljós að 48% fólks eyðir lengstum tíma í baði af öllum þeim rútínum sem teljast til fegrunar- og snyrtirútína.

Sama rannsókn leiddi einnig í ljós að níu af hverjum tíu Bretum eru með of þurra húð og 85% þeirra kenna baðferðum sínum um það.

Húðsjúkdómalæknirinn Emma Amoafo-Mensah sagði í samtali við Metro að það að vera of lengi í heitu baði eða sturtu geti gert að verkum að náttúrulegar olíur líkamans hverfi af honum. Án þeirra gufar vatn hraðar upp en það getur valdið því að húðin virðist þurr og strekkt.

Flestir fara í bað einu sinni á dag og því vaknar spurningin hvað við getum gert til að vernda húðina okkar?

Emma sagði að það þurfi að takmarka tímann sem eytt er í baði. Hún sagði að margir séu of lengi í baði en kjörtíminn sé undir tíu mínútum. Ef fólk sé lengur í baði auki það líkurnar á að húðin virðist þurr og pirruð, líkurnar á þessu séu enn meiri ef vatnið er mjög heitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að glíma við þurra húð.

Hún ráðleggur fólki að reyna að halda baðferðum undir tíu mínútum, sérstaklega ef fólk er með þurra húð. Hún ráðleggur því einnig að nota volgt vatn í staðinn fyrir vel heitt vatn. Sápur eiga að vera mildar og forðast skal að nota áhöld til að nudda húðina. Eftir baðið er síðan gott að bera rakakrem á húðina til að loka rakann af í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída