fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Pressan
Laugardaginn 28. september 2024 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitt og langt bað eða sturta er eitthvað sem getur fengið mann til að finnast maður vera eins og ný manneskja. En eru baðvenjur þínar óhollar? Ertu of lengi í baði í einu?

Ný rannsókn frá Dove leiddi í ljós að 48% fólks eyðir lengstum tíma í baði af öllum þeim rútínum sem teljast til fegrunar- og snyrtirútína.

Sama rannsókn leiddi einnig í ljós að níu af hverjum tíu Bretum eru með of þurra húð og 85% þeirra kenna baðferðum sínum um það.

Húðsjúkdómalæknirinn Emma Amoafo-Mensah sagði í samtali við Metro að það að vera of lengi í heitu baði eða sturtu geti gert að verkum að náttúrulegar olíur líkamans hverfi af honum. Án þeirra gufar vatn hraðar upp en það getur valdið því að húðin virðist þurr og strekkt.

Flestir fara í bað einu sinni á dag og því vaknar spurningin hvað við getum gert til að vernda húðina okkar?

Emma sagði að það þurfi að takmarka tímann sem eytt er í baði. Hún sagði að margir séu of lengi í baði en kjörtíminn sé undir tíu mínútum. Ef fólk sé lengur í baði auki það líkurnar á að húðin virðist þurr og pirruð, líkurnar á þessu séu enn meiri ef vatnið er mjög heitt og ef fólk hefur tilhneigingu til að glíma við þurra húð.

Hún ráðleggur fólki að reyna að halda baðferðum undir tíu mínútum, sérstaklega ef fólk er með þurra húð. Hún ráðleggur því einnig að nota volgt vatn í staðinn fyrir vel heitt vatn. Sápur eiga að vera mildar og forðast skal að nota áhöld til að nudda húðina. Eftir baðið er síðan gott að bera rakakrem á húðina til að loka rakann af í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum