fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Brúðkaupshörmungar – Brúðguminn drap svaramanninn

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 21:17

James Shirah og Savahna Collier. Mynd:Lögreglan í Flint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er draumur margra að finna sér lífsförunaut og deila lífinu með henni/honum. Hin nýgiftu James Shirah og Savahna Collier geta líklega fylgst að alveg að fangelsisdyrunum því þau munu væntanlega eyða drjúgum tíma í fangelsi en saman verða þau væntanlega ekki næstu árin.

Þau voru handtekin í Flint í Michigan í síðustu viku eftir að James, sem er 22 ára, ók vísvitandi á svaramann sinn og varð honum að bana.

NBC News segir að James og svaramaðurinn hafi rifist og í kjölfarið hafi James ekið bíl sínum á miklum hraða á svaramanninn og orðið honum að bana.

Lögreglan í Flint sagði í færslu á Facebook að tilkynnt hafi verið til hennar að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda þann 30. ágúst. Lögreglumenn komu að Terry Lewis Taylor Jr., sem var 29 ára, og var hann alvarlega slasaður. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans og lést hann skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

Fyrr um daginn hafði lögreglan verið send í brúðkaup James og Savahna en þar var Terry einnig enda svaramaður James.

Lögreglan segir að James og Terry hafi rifist og hafi það endað með að James hafi ekið stórum jeppa sínum á miklum hraða á Terry. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvað þeir deildu um.

USA Today segir að Terry láti eftir sig barnshafandi unnustu og þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali