fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hlébarði réðst á menn í suðurafrískri herstöð

Pressan
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlébarði réðst nýlega á tvo menn í suðurafrískri herstöð sem liggur upp við hinn heimsþekkta Kruger þjóðgarð.

BBC segir að annar mannanna, sem er hermaður, hafi orðið fyrir árás þegar hann var í hlaupatúr. Hinn, almennur borgari sem starfar í herstöðinni, var í göngutúr þegar hlébarðinn réðst á hann.

Sem betur fer sluppu mennirnir nokkuð vel frá þessu og hlutu aðeins minniháttar áverka að sögn talsmanns hersins.

Hlébarðinn var fangaður og fluttur í dýraathvarf í 100 km fjarlægð frá herstöðinni.

Talsmaður hersins sagði að algengt sé að fólk rekist á hlébarða en það sé yfirleitt ekki hættulegt.

Þjóðgarðurinn laðar mikinn fjölda ferðamanna til sín árlega en hann er að mestu afgirtur. En það er útilokað að halda hlébörðum innilokuðum því þeir eru liprir klifrarar og láta girðingar ekki stöðva sig.

Um 150 hlébarðar halda til í þjóðgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól