fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 08:45

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku var 3.000 blaðsíðna skýrsla, sem vegur ein 14 kg og kostaði sem nemur 14 milljörðum íslenskra króna að gera, gerð opinber á Nýja-Sjálandi. Skýrslan fjallar um mál sem fjöldi fólks hefur reynt að vekja athygli á síðustu fimm áratugi.

Málið snýst um ofbeldi sem mörg hundruð þúsund börn voru beitt þegar þau voru í umsjá hins opinbera, á barnaheimilum og fósturheimilum. Flest fórnarlambanna eru af ættum Maóra sem eru frumbyggjar landsins.

„Ég get ekki fjarlægt sársauka ykkar en ég get sagt þetta við ykkur: Í dag er hlustað á ykkur og ykkur er trúað,“ sagði Christopher Luxon, forsætisráðherra, á fréttamannafundi þegar skýrslan var kynnt. Þessi ummæli hans má rekja til þess að margir trúðu ekki frásögnum fólksins.

Skýrslan var sex ár í vinnslu og rannsóknarnefndin ræddi við rúmlega 2.300 manns og las yfir milljón skjöl.

Carol Shaw, formaður nefndarinnar, sagði í tilkynningu að niðurstaða rannsóknarinnar sé „óhugsandi hörmungar“.

Á síðustu 70 árum voru 200.000 börn, ungmenni og fullorðnir, í viðkvæmri stöðu, beittir margvíslegu ofbeldi á meðan þeir voru í umsjá hins opinbera. Margir voru teknir frá fjölskyldum sínum og komið fyrir á barnaheimilum, sem voru rekin af kirkjunni, eða hjá barnaverndaryfirvöldum. Kynferðislegt ofbeldi, rafstuð, vannæring, nauðganir, nauðungarvinna, ófrjósemisaðgerðir, tilraunir, barsmíðar og andlegt ofbeldi var það sem fólkið þurfti að þola að því er segir í skýrslunni.

Það voru trúarleiðtogar, umönnunaraðilar, félagsráðgjafar og heilbrigðisstarfsfólk sem var meðal þeirra sem beitti ofbeldinu. Forsætisráðherrann sagði að það sem börnin þurftu að ganga í gegnum í Lake Alice hafi verið „hreinar pyntingar“.

„Fyrir suma var þetta eins og heil ævi, fyrir aðra var þetta leiðin að ómerktri gröf. Sumir tóku eigið líf eða létust af völdum þess sem þeir þurftu að þola,“ segir í skýrslunni. Í henni kemur fram að sannanir séu fyrir því að fólk hafi verið sett í ómerktar grafir við geðsjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest