fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

„Andfúli nauðgarinn“ loksins handtekinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 17:30

Frá Danville í Kaliforníu þar sem Tuen Kit Lee var handtekinn eftir 17 ár á flótta. Mynd/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem kallaður hefur verið „andfúli nauðgarinn“ hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum í bænum Danville í Kaliforníu en hann hafði verið á flótta síðan árið 2007 þegar hann var sakfelldur í Massachusetts ríki fyrir að frelsissvipta konu og nauðga henni.

NBC greinir frá þessu en þar kemur fram að maðurinn heitir Tuen Kit Lee en hann beindi hnífi að hálsi konunnar þegar hann frelsissvipti hana á heimili hennar í borginni Quincy sem er úthverfi Boston. Lee lagði hins vegar á flótta áður en kom að því að úrskurða um hversu þungan dóm hann skyldi hljóta.

En löggæsluyfirvöld eru sögð hafa lagt sig fram við að halda málinu lifandi. Myndir af Lee voru birtar reglulega í sjónvarpi meðal annars í þáttunum „Americas Most Wanted“ þar sem fjallað er um þá eftirlýstu glæpamenn sem löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum telja mest áríðandi að ná til. Loks náðist að rekja ferðir Lee þegar mynd birtist af manni á samfélagsmiðlum sem talið var afar líklegt að væri hann.

Hann var handtekinn síðastliðinn þriðjudag þegar lögreglan sá hann yfirgefa ríkulegt hús í Danville ásamt konu og aka á brott. Þegar bifreiðin var stöðvuð gaf Lee lögreglumönnum upp falskt nafn en játaði síðar að hann væri sannarlega Tuen Kit Lee. Það var einnig staðfest með fingraförum.

Konan, sem var í bílnum með honum, og Lee höfðu verið í sambandi í 15 ár en hún er sögð hafa enga hugmynd haft um fortíð hans.

Það var árið 2005 sem að Lee braust inn á heimili konunnar sem hann síðan frelsissvipti og nauðgaði.

Borin voru kennsl á hann með DNA en einnig hafði þolandinn greint frá því að hann væri afskaplega andfúll. Andfýlan var einnig nýtt til að bera kennsl á Lee sem gerandann í málinu. Eftir það fékk hann viðurnefnið „andfúli nauðgarinn.“

Lee er sem stendur í haldi í Kaliforníu á meðan hann bíður framsals til Massachusetts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum