fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Skreyting á rútu einni vekur mikla reiði – Þykir klámfengin

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 22:30

Þetta þykir mörgum óviðeigandi skreyting. Mynd:Pubben 2024

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skreytingin á norskri stúdentarútu hefur vakið mikla athygli og reiði meðal margra Norðmanna sem telja skreytinguna vægast sagt ósmekklega og merki um óviðeigandi viðhorf eigenda rútunnar til kvenna.

Dagbladet segir að kæra hafi verið lögð fram hjá lögreglunni á hendur eigendum rútunnar en hún gengur út á að myndefnið sé klámfengið.

Það kostaði margar milljónir að standsetja rútuna og skreyta en að innan á hún að líkjast bar og að utan er hún skreytt með mörgum myndum, til dæmis af afgreiðslukonu á krá, tveimur boxurum og svo myndinni sem allt uppnámið er í kringum: Karl og kona sem ekki er annað að sjá en séu að hafa samfarir.

Er þetta of langt gengið? Mynd:Pubben 2024

 

 

 

 

 

Norsku kvenréttindasamtökin Ottar lögðu kæruna fram hjá lögreglunni og segjast „bregðast harkalega við því að einhver aki um með kvenfjandsamlegan boðskap“ eins og segir í kærunni.

Rútan hefur fengið nafnið Pubben og er í eigu 20 ungra manna í Bryne framhaldsskólanum. Þeir sjá ekkert athugavert við myndskreytinguna. „Við erum mjög sáttir við skreytinguna á rútunni utanverðri og sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun sem við tókum,“ sögðu þeir í skriflegu svari til Dagbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?