fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ung stúlka hvarf fyrir 54 árum – Leystu ráðgátuna nýlega

Pressan
Fimmtudaginn 14. mars 2024 07:00

Teikning sem lögreglan lét gera af Sandra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman vissu ættingjar og vinir Sandra Young ekki hvað varð af henni.  Það var í febrúar 1970 sem skátaforingi fann það sem hann taldi í fyrstu vera fatnað í skurði í Columbia County í Portland. En þetta reyndist vera beinagrind. Við hlið hennar var svört hárkolla. Rannsóknir bentu til að þetta væru líkamsleifar konu og áverkar á beinagrindinni bentu til að hún gæti hafa verið beitt ofbeldi.

En þökk sé fullkominni DNA-tækni nútímans þá hefur lögreglunni í Portland tekist að leysa málið hvað varðar af hverjum beinagrindin er.

Sandra Young hvarf nokkrum árum áður en af einhverjum ástæðum var hvarf hennar aldrei tengt við beinagrindina.

Á síðari stigum rannsóknarinnar var DNA-sýni tekið úr beinagrindinni og var niðurstaða rannsóknar á því geymd í gagnagrunni yfir horfið fólk og lík sem ekki hefur tekist að bera kennsl á.

2018 var nýrri DNA-tækni beitt við rannsókn á beinagrindinni og þá var hægt að sjá hvernig líkamleg einkenni viðkomandi höfðu verið. Viðkomandi hafði verið með dökkbrúnan húðlit, brún augu og svart hár.

2021 var kafað „dýpra í erfðamengi konunnar“ og út frá þeim upplýsingum var búin til mynd af andliti hennar.

Á síðasta ári komst svo loksins skriður á málið þegar manneskja hafði skráð DNA-prófílinn sinn í opinn gagnagrunn fyrir ættfræðirannsóknir. Kom þá í ljós að viðkomandi var hugsanlega fjarskyldur ættingi hinnar óþekktu konu. Frekari rannsóknir beindu sjónum lögreglunnar að hvarfi Sandra Young í lok sjöunda áratugarins.

Lögreglan hafði uppi á systur hennar, Heidi Helwig, og ræddi við hana. Eftir það var hægt að slá því föstu að beinagrindin er af Sandra Young sem fæddist 1951.

Ekki er vitað hvað varð henni að bana en grunur leikur á að henni hafi verið ráðinn bani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin