fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Hvernig sofa sjávarspendýr?

Pressan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 17:30

Hvernig sofa hvalir?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski ekki svo augljóst hvernig sjávarspendýr fara að því að sofa. Þau geta ekki bara lokað augunum og látið sig reka í sjónum á meðan þau sofa, því þau þurfa að koma upp á yfirborðið öðru hvoru til að anda. Þau geta heldur ekki látið sig fljóta á yfirborðinu á meðan þau sofa því þá eru þau auðveld bráð fyrir rándýr og missa hita.

Spurningin er því hvernig sjávarspendýr ná að sofa án þess að stofna sér í hættu? Live Science segir að ein aðferð, sem þau geta notað, sé að slökkva á helmingi heilans í einu. Þessa aðferð nota höfrungar til dæmis til að geta hvílt sig. Með þessari aðferð geta dýrin lágmarkað líkamsstarfsemi sína og látið helming heilans sofa.

Rannsóknir á höfrungum hafa sýnt að á meðan annar helmingur heilans sefur djúpum svefni, þá er hinn helmingurinn vel vakandi og gerir dýrunum þannig í raun kleift að sofa með annað augað opið.

Auk sjávarspendýra þá nota margar fuglategundir sömu aðferð til að hvíla sig á flugi. Ef fuglar eru í hópflugi þá eru margir þeirra sem eru yst í hópnum með það auga opið sem vísar frá flokknum. Þetta gera þeir til að fylgjast með ránfuglum. Hjá höfrungum er þessu öfugt farið, því þeir hafa það auga opið sem snýr að restinni af hópnum, líklega til að koma í veg fyrir að þeir verði viðskila við hópinn.

Sumar hvalategundir geta ekki notað þessa aðferð og hvíla þess í stað allan heilann í einu eins og við mennirnir gerum. En það er erfitt að rannsaka þetta því eins og gefur að skilja er ekki auðvelt að gera slíkar rannsóknir á hvölum á hafi úti. Verða vísindamenn því að byggja niðurstöður sínar á skráningum á hegðun dýranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum