fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Trump segir að átt hafi verið við myndina með gervigreind

Pressan
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi í komandi kosningum, segir að hugsanlega hafi verið átt við mynd sem birtist af honum fyrir skemmstu.

Fjölmiðlar ytra birtu mynd af Trump veifa hægri höndinni og vöktu rauðir blettir á fingrum hans athygli. Þóttu blettirnir minna einna helst á blóð og veltu einhverjir því fyrir sér hvort Trump, sem er orðinn 77 ára, hefði meitt sig lítillega og kannski skorið sig.

Sjá einnig: Rauðir blettir á höndum Donald Trump vekja athygli – Hvað er þetta eiginlega?

Þá var rætt við húðlækni sem sagði að Trump gæti mögulega verið með útbrot, handþurrk eða fengið blöðrur af því að spila golf. Þá veltu aðrir fyrir sér hvort um væri að ræða tómatsósu.

Trump var spurður út í blettina á samkomu sem haldin var í Washington í gær og virtist spurningin hafa komið flatt upp á hann. Sagðist hann ekki hafa séð umrædda mynd en þvertók fyrir að eitthvað hafi gerst. Hann hafi ekki slasast og ekki upplifað nein óþægindi í höndinni.

„Kannski var þetta gervigreindin,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn