fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Joe Biden sagður hámhorfa á Netflix, einangraður og hundsaður

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 10:30

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikur. Á sama tíma og varaforsetinn, Kamala Harris, hefur verið í harðri kosningabaráttu gegn Donald Trump – baráttu sem hún virðist hafa tapað – hefur Biden verið einangraður á meðan.

Biden hugðist bjóða sig fram til forseta á nýjan leik en efasemdir fóru að heyrast um hæfi hans til embættisstarfa vegna aldurs og heilsufars. Hann átti afleita frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump í sumar og ákvað stuttu síðar að stíga til hliðar.

Einhverjir kynnu að halda að það væri styrkleiki að hafa sitjandi forseta við hlið sér í miðri kosningabaráttu en staðreyndin er sú að Joe Biden var lítt sýnilegur síðustu vikurnar í aðdraganda kosninganna.

Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þátt í kosningafundi Harris í Wisconsin og Bill Clinton í Norður-Karólínu. Á sama tíma var Biden heima, fjarri sviðsljósinu. Meira að segja eiginkona hans, forsetafrúin Jill, hefur tekið þátt í kosningabaráttu Harris, meðal annars í Pennsylvaníu þar sem hún heilsaði upp á stuðningsmenn.

Talið er líklegt að fyrir þessu séu ákveðnar ástæður; Harris hafi viljað fjarlægja sig frá Biden til að gefa til kynna að framboð hennar – og hugsanlegt kjör – væri ekki framlenging á forsetatíð hans.

Daily Mail fjallar um þetta og hefur eftir heimildarmönnum sínum að forsetinn hafi virkað „týndur“ síðustu vikurnar. Hann hafi horft mikið á sjónvarpið að undanförnu og þegið ráð frá barnabörnunum um það nýjasta á Netflix.

„Hans hörðustu bandamenn segja að það sé ekki ósanngjarnt að halda því fram að hann hafi verið dálítið einmana,” segir í umfjölluninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca