fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Pressan
Laugardaginn 13. júlí 2024 07:30

Mynd sem Juno tók af yfirborði Io. Mynd:NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar innrauðar myndir frá geimfarinu Juno, sem er á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sýna að yfirborð Io, sem er eitt tungla Júpíters, er þakið hrauntjörnum.

Upphaflega átti Juno aðeins að rannsaka Júpíter en síðan var ákveðið að framlengja verkefni geimfarsins og láta það rannsaka tungl Júpíters. Óhætt er að segja að geimfarið hafi gert áhugaverðar uppgötvanir í þessu nýja verkefni sínu. Sú nýjasta er að yfirborð Io er þakið hrauntjörnum.

Notast var við Jovian Infrared Auroral Mapper (JIRAM) myndavélina, sem er á vegum ítölsku geimferðastofnunarinnar, sem var upphafalega notuð til að horfa í gegnum skýin á Júpíter. JIRAM hefur tekið innrauðar myndir af hrauntjörnunum á yfirborði Io og sjást heitar hrauntjarnir umlykja kaldari svæði.

Hitinn í hrauntjörnunum er á bilinu 232 til 732 gráður en nánasta umhverfi er öllu kaldara eða 45 gráður í mínus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið