fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 07:00

Jesse Kip. Mynd:Grayson County Detention Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgir oft skilnuðum að annar aðilinn verður að greiða hinum meðlag. Bandaríkjamaðurinn Jesse Kipf, sem er 39 ára, taldi sig hafa fundið snjalla leið til að sleppa við að greiða fyrrum eiginkonu sinni meðlag.

Jesse átti að greiða fyrrum eiginkonu sinni mánaðarlegt meðlag en hafði látið hjá líða að gera það og hafði safnað upp skuld upp á rúmlega 100.000 dollara en það svarar til um 14 milljóna íslenskra króna.

The Guardian segir að hann hafi því gripið til þess ráðs að falsa eigið dánarvottorð til að komast hjá því að greiða þetta.

En þetta kom heldur betur í bakið á honum og hann sér nú fram á sjö ára fangelsi og himinháar sektargreiðslur.

Hann byrjaði á að verða sér úti um aðgang að rafrænni undirskrift læknis síns og notaði hana til að skrifa undir eigið dánarvottorð. Þetta gerði að verkum að hann var skráður látinn í fjölda opinberra gagnagrunna.

En þar með lauk svikum hans ekki. Hann braust inn í tölvukerfi einkafyrirtækja og opinberra stofnana og reyndi að selja aðganga að þessum tölvukerfum á Internetinu.

En um síðir komst upp um svik hans og hefur hann játað svik og þjófnað á persónuupplýsingum.

Hann á 500.000 dollara sekt yfir höfði sér auk þess sem hann skuldar fyrrum eiginkonu sinni 116.000 dollara og hann þarf að greiða 200.000 dollara til þeirra stofnana og fyrirtækja sem hann braust inn í tölvukerfi hjá. Þess utan þarf hann hugsanlega að eyða næstu sjö árum bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?