Sjúklingar, sem eru lagði inn með blóðtappa í heila, fá efnið í þeirri von að það minnki þann skaða sem blóðtappinn annars veldur.
TV2 skýrir frá þessu og segir að áður hafi verið vitað að megrunarlyf dragi úr líkunum á blóðtappa og hjartaáfalli en þetta sé í fyrsta sinn sem það er notað gegn blóðtappa.
Claus Ziegler Simonsen, yfirlæknir og prófessor við taugafræðideild háskólasjúkrahússins í Árósum, sagði að fram að þessu hafi blóðtappar aðeins verið meðhöndlaðir með því að reynt hafi verið að leysa þá upp eða fjarlægja með legg.
„Það hefur verið reynt að nota mörg efni til að bjarga heilanum á meðan beðið er eftir að blóðflæðið komist aftur í gang. Við teljum að Semaglutin lofi góðu,“ sagði hann.
Í rannsókninni er sjúklingum, sem eru lagðir inn með bráðan blóðtappa, gefið lyfið. En þeir verða að uppfylla ákveðnar kröfur. Þeir mega ekki vera með sykursýki, þeir mega ekki vera of léttir og þeir verða að hafa verið sjálfbjarga áður en þeir fengu blóðtappann. Ástæðan fyrir síðasta atriðinu er að vísindamennirnir bera virknistig þeirra, sem hafa fengið Semaglutid, saman við virknistig þeirra sem fá hefðbundna meðferð við blóðtappa.
Simonsen sagði að markmiðið með þessu sé að bjarga taugafrumunum í heilanum svo þær drepist ekki vegna blóðskorts.