fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem er forstjóri í farsælu eigin fyrirtæki segist hafa verið lögð í einelti í menntaskóla, það skondna sé að nú vilji nokkrir gerendanna ólmir sækja um starf í fyrirtæki hennar. 

Vicky Owens er 23 ára gömul og búsett í Great-Manchester í Bretlandi. Owens er stofnandi og eigandi Socially Speaking Media, fyrirtækis sem er á hraðri uppleið. Fjórir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu og fyrr á þessu ári birti Owens  atvinnuauglýsingu á LinkedIn þar sem hún vildi ráða fleiri starfsmenn til starfa á samfélagsmiðlaskrifstofunni sinni.

Segist hún hafa hafnað umsóknum frá þremur konum sem lögðu hana í einelti í menntaskóla og segir hún að ferilskrá þeirra sýni að þær hafi ekki gert mikið hingað til vinnulega séð. Owen segist hafa verið steinhissa að fá þessar umsóknir, tvær kvennanna hafi hunsað hana í 

skólanum en sú þriðja hafi markvisst beitt hana einelti, og meðal annars hellt jógúrt yfir höfuð Owens í skólamötuneytinu og sprautað tómatsósu yfir hana á veitingastað þar sem Owens var úti að borða með vinum sínum.

Sögðu að hún ætti að hefna sín á konunum

Owens deildi reynslu sinni á TikTok og voru margir fylgjenda hennar á því að hún hefði átt að hefna sín á konunum með því að boða þær í viðtal og láta þeim líða hræðilega þar. En Owens segir að hún hafi ákveðið að vera betri manneskja og því einfaldlega hunsað umsóknir kvennanna. Owens segir að mikilvægt sé að vera alltaf góður við aðra, einfaldlega vegna þess að þú vitir aldrei hvenær persónuleg tengsl gætu hjálpað þér að ná árangri í heiminum. „Það góða sem þú setur frá þér kemur að lokum til baka til þín jafnvel þótt þér  finnist eins og það muni aldrei gerast,“ segir Owens.

„Ég hunsaði umsóknirnar þeirra  og þegar við förum í að ráða fólk reglulega á nokkurra mánaða fresti verða mögulega önnur kunnugleg nöfn í umsóknunum, fólk sem var ekki vont við mig í skóla, heldur hunsaði mig.“

@vicky.owens who you were in high school means nothing! #highschoolmentality #bullying #highschool #dreamjob ♬ original sound – Vicky Owens

Hrökklaðist úr námi og átti erfitt með að fara út úr húsi

Owens segir eineltið hafa valdið því að andlegri heilsu hennar hrakaði, hún byrjaði að fá kvíðaköst og hafi átt erfitt með að yfirgefa heimili sitt eftir að hún hrökklaðist úr námi.

„Ég veit ekki hvers vegna fólk gerði mér þetta. Ég held að ég hafi bara verið auðvelt skotmark þar sem ég var róleg og sagði ekki mikið. Það er sorglegt að segja frá því en ég vandist eineltinu. Þegar þú ert yngri segja allir að þetta sé bara fyndið,“ segir Owens.

Foreldrar hennar stóðu í skilnaði á sama tíma og segir Owens þetta tímabil hafa verið mjög erfitt, hún gat ekki unnið og hafði engar tekjur. Þetta erfiða tímabil varð þó til þess að Owens stofnaði fyrirtækið sitt í svefnherberginu sínu árið 2021.

Owens hefur meðal annars unnið með framleiðendum Netflix þáttanna Emily In Paris og hefur hún hjálpað viðskiptavinum að koma fram í tímaritinu Vogue.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana