Mannabein innihalda brennistein sem eykur að sögn áhrif eiturlyfsins sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í landinu fyrir sex árum. Það veldur því að notendur verða að einhverskonar „uppvakningum“.
Channel 4 News hefur eftir Abu Bakhar, 25 ára, að hann hafi gefið tónlistarferil sinn upp á bátinn því eiturlyfið hafi breytt honum í „uppvakning“. Hann er hættur að nota efnið en er heimilislaus og býr á sorphaugum ásamt mörg þúsund öðrum.
Læknir í Freetown sagði BBC að hann hafi séð mörg hundruð unga menn látast af völdum neyslu efnisins. Frá 2020 til 2023 fjölgaði innlögnum af völdum eiturlyfsins á Sierra Leone geðsjúkrahúsinu um 4.000%.