fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Nýtt app gerir fólki kleift að tilkynna um ólöglegar lagningar og fá greitt fyrir

Pressan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 04:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta íbúar í Uppsala í Svíþjóð gert gott betur en að nota Pokémonappið til að leita að Pokémonum í bænum því þeir geta notað nýtt app til að tilkynna stöðuvörðum um bíla sem er ólöglega lagt. Fá tilkynnendur 100 sænskar krónur ef tilkynning leiðir til þess að eigandi bílsins fær sekt.

100 sænskar krónur svara til um 1.300 íslenskra króna svo það er kannski eftir nokkru að slægjast ef fólk er í gönguferð og tilkynnir um nokkrar ólöglegar lagningar sem leiða til sektar.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að íbúar í Uppsala hafi talið að hér væri um aprílgabb að ræða en svo er ekki.

Það er fyrirtækið Scout Park sem stendur á bak við appið. Til að geta notað það þarf viðkomandi að vera með póstfang í Svíþjóð og að hafa náð 16 ára aldri. Ef fólk uppfyllir þessar kröfur getur það notað appið á ákveðnum svæðum og leitað að og tilkynnt um bíla sem er lagt ólöglega.

Þegar kemur að því að senda tilkynningu er mynd af bílnum send í gegnum appið. Stöðuvörður skoðar síðan málið og gefur út sekt ef nauðsyn krefur.

Viðbrögðin við þessu hafa verið blönduð í athugasemdakerfum samfélagsmiðla. Sumir eru hæstánægðir með að geta orðið sér úti um smávegis aukapening og að um leið sé hægt að refsa þeim sem leggja til dæmis í stæði merkt fötluðum. En aðrir eru allt annarrar skoðunar og telja að samfélagið sé að þróast yfir í „kjaftaskjóðu samfélag“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana