100 sænskar krónur svara til um 1.300 íslenskra króna svo það er kannski eftir nokkru að slægjast ef fólk er í gönguferð og tilkynnir um nokkrar ólöglegar lagningar sem leiða til sektar.
Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að íbúar í Uppsala hafi talið að hér væri um aprílgabb að ræða en svo er ekki.
Það er fyrirtækið Scout Park sem stendur á bak við appið. Til að geta notað það þarf viðkomandi að vera með póstfang í Svíþjóð og að hafa náð 16 ára aldri. Ef fólk uppfyllir þessar kröfur getur það notað appið á ákveðnum svæðum og leitað að og tilkynnt um bíla sem er lagt ólöglega.
Þegar kemur að því að senda tilkynningu er mynd af bílnum send í gegnum appið. Stöðuvörður skoðar síðan málið og gefur út sekt ef nauðsyn krefur.
Viðbrögðin við þessu hafa verið blönduð í athugasemdakerfum samfélagsmiðla. Sumir eru hæstánægðir með að geta orðið sér úti um smávegis aukapening og að um leið sé hægt að refsa þeim sem leggja til dæmis í stæði merkt fötluðum. En aðrir eru allt annarrar skoðunar og telja að samfélagið sé að þróast yfir í „kjaftaskjóðu samfélag“.