fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Rússneskur auðkýfingur dæmdur í níu ára fangelsi í Bandaríkjunum

Pressan
Fimmtudaginn 14. september 2023 04:08

Vladislav Klyushin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski auðkýfingurinn Vladislav Klyushin var nýlega dæmdur í níu ára fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á tölvufyrirtækið M-13 og hefur tengsl við ráðamenn í Kreml.

Hann var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í innherjaviðskiptum með tölvuþrjótum og ólöglega fjármagnsflutninga upp á 93 milljónir dollara.

M-13 er með höfuðstöðvar í Moskvu og hefur unnið fyrir rússnesku ríkisstjórnina.

Það var dómari í Boston sem kvað upp dóminn yfir Klyushin en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að hann væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir.

Málið snýst um að frá 2018 til 2020 náðu tölvuþrjótar að hlaða niður fjárhagslegu uppgjöri mörg hundruð stórfyrirtækja, þar á meðal Tesla og Microsoft. Á grunni þessara upplýsinga gátu Klyushin og fleiri átt viðskipti með hlutabréf og hagnast því þeir bjuggu yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki aðgang að.

Með þessu móti högnuðust þeir um milljónir dollara að sögn Seth Kosto, saksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja