fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hún tók mynd af matnum á veitingastað og póstaði á samfélagsmiðla – Það reyndust dýrkeypt mistök

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 14:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímum þar sem flest okkar eru á samfélagsmiðlum og síminn alltaf uppi við hafa margir það fyrir vana að mynda matinn sem þeir panta sér á veitingastað og pósta myndinni um leið á samfélagsmiðla sína. Kona að nafni Wang, sem fór út að borða með vinkonu sinni á vinsælum veitingastað í Kunming í Kína gerði akkúrat þetta: hún tók mynd af matnum sínum og póstaði, en gerði heiftarleg mistök. Á myndinni mátti sjá QR-kóða borðsins sem þær vinkonurnar sátu við. 

Það er víða algengt að hægt sé að skanna QR-kóða sem er á borðinu og panta matinn þannig og greiða fyrir hann líka. Oft er þetta þægilegt, en í tilviki Wang reyndist þetta mikil mistök. Hún endaði með reikning upp á 430 þúsund yuan, 60.500 dali eða um 8,5 milljón króna. 

Þó Wang hafi aðeins póstað myndinni meðal vina sinna á kínverska appinu WeChat, þá var greinilegt að QR-kóðinn fór á flakk og fólk notaði hann til að panta fullt af mat. Fjöldi netpantana barst inn á meðan kóðanum var deilt á samfélagsmiðlum. 2580 pöntuðu rækjur, 1850 andablóð, sem mun vera vinsæll réttur svæðisins og 9990 pöntuðu rækjupaté.

Reikningurinn var langur.

Starfsfólkið áttaði sig á að einhver brögð voru í tafli þegar reikningurinn hækkaði umtalsvert og færðu vinkonurnar á annað borð með öðrum QR-kóða, þannig að hægt var að átta sig á hvaða pöntun tilheyrði þeim og hvaða pantanir voru falskar. Þó Wang hafi eytt myndinni um leið og hún áttaði sig á mistökum sínum héldu pantanirnar áfram að berast og því ljóst að myndin hafði farið á flakk um samfélagsmiðla. Wang þurfti ekki að borga reikninginn, nema þann mat sem þær vinkonurnar pöntuðu, og segist hún líta á atvikið sem rándýra reynslu.

Veitingastaðurinn hefur síðan breytt pantanaferlinu þannig að nú þarf pöntunin að berast innan ákveðinnar fjarlægðar frá eldhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum