fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Lést af völdum jólatrés

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. desember 2023 19:00

Oudenaarde í Belgíu/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona lést og tveir aðrar konur slösuðust þegar stórt jólatré féll á þær í hvassviðri síðastliðinn fimmtudag. Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í borginni Oudenaarde í Belgíu.

Atburðarásin náðist á öryggismyndavél og hafa belgískir fjölmiðlar sýnt myndbandið. Á því má sjá fagurlega skreytt jólatréð sem er 20 metra hátt hallast og svo loks falla um koll.

Konan sem lést og þær sem slösuðust voru á jólamarkaði á aðaltorgi borgarinnar þegar tréð féll á þær.

Talsmaður saksóknaraembættisins á svæðinu segir að hin látna hafi verið 63 ára gömul og íbúi í Oudenaarde. Hinar konurnar slösuðust aðeins lítillega en þeir eru einnig íbúar í borginni. Hann segir að það sé til rannsóknar hvort jólatréð hafi verið nægilega vel fest og hversu mikil áhrif veðrið hafði.

Atvikið átti sér stað þegar stormurinn Pía reið yfir Belgíu en gefnar voru út gular viðvaranir vegna veðursins. Pía olli einnig nokkrum usla í Bretlandi og Hollandi en þar lést einnig kona þegar tré féll á hana en þó var ekki um að ræða jólatré.

Reuters greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað