fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hermenn úr löngu liðinni styrjöld fundust látnir

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 26. ágúst 2023 19:00

Hluti safnsins Colonial Williamsburg þar sem hermennirnir fundust/Wikimedia: Larry Pieniazek

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsleifar fjögurra hermanna sem börðust með her Suðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni, sem stóð yfir á árunum 1861-1865, fundust á síðasta ári við fornleifauppgröft í safninu Colonial Williamsburg í Virginíu-ríki.

Colonial Williamsburg er eitt stærsta safn Bandaríkjanna og samanstendur m.a. af sögufrægum byggingum og uppgerðum húsum. Safnið er rekið bæði innan- og utandyra á landareign sem er tæpir 122 hektarar að stærð. Á safninu eru t.d. settar upp lifandi sýningar með leikurum en markmið safnsins er einkum að veita fræðslu um líf íbúa Bandaríkjanna á 18. öld.

Þegar líkamsleifar hermannanna fundust á síðasta ári sögðu fornleifafræðingar að þeir hefðu barist í orustunni um Williamsburg árið 1862 en nöfn þeirra og fyrir hvorn stríðsaðilann, Norður- eða Suðurríkin, þeir börðust voru á huldu.

Engir einkennisbúningar eða hlutir nýttust til að komast að niðurstöðu um í hvorum hernum hermennirnir börðust.

Nú hafa fræðimenn hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hermennirnir hafi barist með her Suðurríkjanna.

Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr kirkju sem nýtt var sem hersjúkrahús eftir orustuna, dagbók útfararstjóra sem starfaði á svæðinu á þessum tíma og öðrum heimildum.

Margvíslegir áverkar fundust á líkamsleifunum. Einn mannanna var með byssukúlu í hryggnum og annar með kúlu í mjöðminni. Sá síðarnefndi dó hins vegar líklega ekki af þessum orsökum þar sem bein var byrjað að vaxa yfir skotsárið.

Tveir gullpeningar frá 1855, sem höfðu verðgildi eins dollara hvor, fundust á einum hermannanna. Líklegt er talið að peningarnir hafi verið hugsaðir fyrir neyðartilfelli og faldir í leynihólfi sem saumað var í buxur hermannsins til að verjast betur þjófum. Aðrir munir sem fundust með mönnunum voru tannbursti, tóm neftóbaksflaska, koparhnappar og beltissylgja. Þessir munir munu verða grafnir aftur með líkamsleifum mannanna þegar þar að kemur.

Markmiðið er að bera kennsl á líkamsleifar hermannanna fjögurra og tekin hefur verið saman listi yfir nöfn 20 manna sem mögulega gætu verið þeir sem um ræðir. Þegar tekist hefur að bera kennsl á þá verður fundinn heppilegur staður til að leggja hermennina fjóra loks til hinstu hvílu.

Það var tímarit Smithsonian-stofnunarinnar sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“