fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dóttir fjöldamorðingja gerðist rannsóknarfulltrúi í máli föður síns

Pressan
Laugardaginn 26. ágúst 2023 22:00

Kerri Rawson og Dennis Rader/Skjáskot-Youtube. Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt fjöldamorðinginn Dennis Rader, sem kallaði sig „The BTK-killer“, hafi hlotið tíu lífstíðardóma í Bandaríkjunum árið 2005 fyrir alls 10 morð á árunum 1974-1991 er hann enn til rannsóknar vegna fleiri morða. Meðal rannsóknarfulltrúa sem koma að rannsókninni er dóttir fjöldamorðingjans, Kerri Rawson, en hún þiggur ekki laun fyrir sinn þátt í rannsókninni.

NBC greinir frá því að Dennis Rader sé sterklega grunaður um að hafa framið morð, sem eru óupplýst, í Oklahoma annars vegar og Missouri hins vegar.

Rannsóknarfulltrúar frá Oklahoma leituðu fyrr í vikunni að sönnunargögnum á landareign í borginni Park City í Kansas-ríki, sem eitt sinn var í eigu Rader en morðin tíu sem hann var dæmdur fyrir framdi hann öll í Kansas og er hann vistaður í fangelsi þar.

Lögreglan í Osage-sýslu í Oklahoma segir að leitin tengist rannsókn á hvarfi konu að nafni Cynthia Kinney árið 1976.

Á landareigninni í Kansas var eitt sinn heimili Rader og fjölskyldu en í dag er ekkert hús á eigninni. Lögreglumenn í Park City aðstoðuðu kollega sína frá Oklahoma við leitina vegna rannsóknarinnar á hvarfi Cynthia Kinney. Sú rannsókn mun hafa leitt til að möguleg tengsl við óupplýst mannshvörf og morð í Kansas og Missouri uppgötvuðust og Rader er nú efstur á lista grunaðara í þeim málum. Hann er til að mynda grunaður um að hafa myrt 22 ára gamla konu, Shawna Beth Garber, í Missouri árið 1990.

Batt, pyntaði og drap

Eins og áður sagði kallaði Dennis Rader sig BTK en það er skammstöfun sem stendur fyrir „bind, torture, kill“ (binda, pynta, drepa).

Rader játaði sig sekan um morðin 10 sem hann var dæmdur fyrir að fremja. Hann greindi frá því að hann hefði lifað tvöföldu lífi. Í sínu opinbera lífi var hann formaður sóknarnefndar, í kirkjunni sem hann sótti, og skátaforingi. Í leynilega lífinu skrifaði hann niður hugaróra sína um ofbeldisfullar nauðganir og pakkaði búnaði til árása, í töskur, sem hann notaði til að ræna konunum sem hann á endanum myrti. Í töskunum voru gúmmíhanskar, reipi, límband, handjárn og höfuðklútar.

Honum þótti einnig sérstaklega gaman að hæðast að lögreglunni með því að senda henni skilaboð þar sem lýsingar á morðunum var að finna.

Þegar Rader var loks handtekinn var dóttir hans Kerri Rawson 26 ára gömul og bjó í Michigan-ríki. Hún tjáði NBC að Rader hafi verið henni góður faðir. Hann hefi fylgt henni upp að altarinu þegar hún gifti sig, þau hafi farið í útilegur og gönguferðir í óbyggðum og hann kennt henni allt sem hann vissi um útivist. Þegar hún var 26 ára hafi hún hins vegar í raun misst föður sinn og það hafi verið henni gríðarlegt áfall að uppgötva að allt sem hún hélt um hann væri lygi.

Rawson sagði í yfirlýsingu á X (áður Twitter) fyrr í vikunni að hún væri að aðstoða við yfirstandandi rannsóknir á þeim óupplýstu morðum sem faðir hennar er grunaður um.

Hún hefur veitt lögreglu í bæði Oklahoma og Missouri, síðan í júní síðastliðnum, aðstoð við rannsókn á hvarfi Cynthia Kinney og morðinu á Shawna Beth Garber. Rawson segir að hún starfi nú, í sjálfboðavinnu, sem rannsóknarfulltrúi hjá lögreglunni í Osage-sýslu í Oklahoma en hún komi þó einungis að rannsókn á þessum tveimur málum.

Hitti ekki föður sinn í 18 ár

Kerri Rawson segir að vegna starfa sinna við rannsókn þessara mála, sem faðir hennar er sterklega grunaður um að eiga aðild að, hafi hún heimsótt hann tvisvar í fangelsið en fyrir það höfðu þau ekki hist í 18 ár.

Hún hefur tjáð NBC að henni þyki mikilvægt að gera það sem hún getur til að ná fram málalyktum fyrir fjölskyldur fórnarlamba föður síns. Þess vegna hafi hún ýtt öllum erfiðum tilfinningum eins og sorg og kvíða til hliðar þegar hún fór í fangelsið og ræddi við hann. Hún hafi farið þangað á faglegum forsendum, sem rannsóknarfulltrúi en ekki sem dóttir, til að fá einhver svör.

Rawson segist einnig hafa vísað rannsóknarlögreglumönnum á staði sem skiptu máli í lífi föður hennar í þeirri von að þar væri frekari vísbendingar að finna. Hún vonar að sérstök sveit verði sett á laggirnar til að rannsaka önnur mál sem mögulegt er að faðir hennar eigi aðild að. Rawson ætlar að bjóða áfram fram aðstoð sína og vinna náið með öllum löggæslustofnunum sem rannsaka glæpi föður hennar. Hún hvetur til áframhaldandi samvinnu til að leysa málin fyrir fjölskyldur hinna látnu.

Talsmaður lögreglunnar í Osage-sýslu segir að yfirstandandi rannsókn hafi leitt í ljós sönnunargögn sem bendi til að, fyrir utan Cynthia Kinney og Shawna Beth Garber, beri Dennis Rader ábyrgð á dauða tveggja annarra. Talsmaðurinn telur ekki óhugsandi að fórnarlömbin geti verið enn fleiri þar sem Rader hafi verið virkur fjöldamorðingi í tæpa þrjá áratugi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar