fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir smygl

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur maður var á þriðjudaginn dæmdur í 12 ára fangelsi af undirrétti í Glostrup í Danmörku. Hann var fundinn sekur um að hafa verið viðriðinn smygl á rúmlega átta kílóum af kókaíni, fimm hálfsjálfvirkum skammbyssum og skotfærum til Danmerkur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Reynt var að smygla fíkniefnunum og skammbyssunum til Danmerkur í ágúst og desember 2021. Þá var bíl ekið frá Hollandi og lá leiðin til Danmerkur. En þýska lögreglan komst á snoðir um smyglið og kom í veg fyrir að smyglararnir næðu á áfangastað.

Dómurinn byggist á alþjóðlegri samvinnu lögregluliða og góðri rannsóknarvinnu að sögn Laura Wiggers, saksóknara. Hún sagðist sátt við dóminn sem sýni að það sé alvarlegur glæpur að reyna að smygla fíkniefnum og vopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna